Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 18:17 Haraldur Johannessen gerði samkomulagið ekki svo löngu áður en hann lét af embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga. Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga.
Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira