Dramatísk frásögn Chris Pratt úr Íslandsreisu virðist úr lausu lofti gripin Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 09:02 Chris Pratt dvaldi á Íslandi við tökur á kvikmyndinn The Tomorrow War í fyrra og virðist hafa fengið nokkuð óáreiðanlegar upplýsingar um tökustaðinn. Vísir/Getty Lögregla á Suðurlandi kannast ekki við fullyrðingar bandaríska Hollywoodleikarans Chris Pratt um að lík karls og konu hafi fundist í jökulsprungu á Íslandi rétt áður en hann kom hingað til lands í fyrra. Pratt sagði söguna í þætti spjallþáttadrottningarinnar Ellen DeGeneres í vikunni. Pratt var hér á landi í nóvember í fyrra við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. Hann greindi skilmerkilega frá Íslandsförinni á samfélagsmiðlum og miðað við færslur hans þar virtist hann vera staddur í Jöklaseli við Skálafellsjökull. Fullkomlega varðveittir elskendur ofan í holu Íslandsför Pratts bar á góma í spjallþætti Ellen DeGeneres nú í vikunni. Brot úr viðtalinu birtist á YouTube í gær en þar segir Pratt dramatíska sögu frá tökustað á íslenskum jökli, sem þó er ekki nafngreindur í viðtalinu. Pratt byrjar á því að lýsa því að aðstæður til kvikmyndaframleiðslu hafi verið erfiðar á jöklinum, sérstaklega að vetri til „þegar dagurinn er fjórar klukkustundir.“ Sjá einnig: Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli „En þegar við komum upp á jökulinn var nýbúið að finna, og þetta er klikkað, […] par í jökulsprungu. Þau höfðu fallið í hana og verið ofan í henni í rúm áttatíu ár. Og því miður höfðu þau það ekki af. Og þau voru fullkomlega varðveitt í fjallgönguklæðnaði sínum,“ sagði Pratt. „Þau voru með búnað sinn, vistir, bréf. Þau voru elskendur og duttu ofan í holu og týndust. Og það var nýbúið að finna þau.“ DeGeneres virtist þykja mikið til frásagnarinnar koma, sagði hana „klikkaða“, og Pratt svaraði því til að sem betur fer hefði enginn úr tökuliði hans fallið ofan í sprungu. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Engin sambærileg mál í umdæminu Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, kannast ekki við að mál af því tagi sem Pratt lýsti í þætti Ellenar hafi komið inn á borð lögreglu, hvorki á Skálafellsjökli né annars staðar í umdæminu. Frásögn Pratts virðist því úr lausu lofti gripin. Sambærileg mál hafa þó komið upp á erlendri grundu. Lík svissneskra hjóna fundust á jökli í Sviss sumarið 2017. Hjónin hurfu á jöklinum árið 1942 og höfðu því verið týnd í 75 ár. Þá hafa ferðalangar einnig týnst á íslenskum jöklum, þó að ekkert málanna komi heim og saman við frásögn Pratts. Tveir breskir háskólanemar týndust á Skaftafellsjökli árið 1953 en fundust ekki þrátt fyrir leit. Leifar af búnaði þeirra fundust á jöklinum sumarið 2006. Tveir þýskir ferðamenn hurfu á göngu á Svínafellsjökli í ágúst 2007. Leit að þeim var formlega hætt í lok sama mánaðar. Þremur árum síðar fannst klifurlína á fáfarinni leið upp vesturhlið Hvannadalshnjúk, og upp komu vangaveltur um að hún kynni að vera eftir þýsku ferðamennina tvo. Þeir hafa þó aldrei fundist. Bíó og sjónvarp Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Tengdar fréttir Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30 Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22 Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi kannast ekki við fullyrðingar bandaríska Hollywoodleikarans Chris Pratt um að lík karls og konu hafi fundist í jökulsprungu á Íslandi rétt áður en hann kom hingað til lands í fyrra. Pratt sagði söguna í þætti spjallþáttadrottningarinnar Ellen DeGeneres í vikunni. Pratt var hér á landi í nóvember í fyrra við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. Hann greindi skilmerkilega frá Íslandsförinni á samfélagsmiðlum og miðað við færslur hans þar virtist hann vera staddur í Jöklaseli við Skálafellsjökull. Fullkomlega varðveittir elskendur ofan í holu Íslandsför Pratts bar á góma í spjallþætti Ellen DeGeneres nú í vikunni. Brot úr viðtalinu birtist á YouTube í gær en þar segir Pratt dramatíska sögu frá tökustað á íslenskum jökli, sem þó er ekki nafngreindur í viðtalinu. Pratt byrjar á því að lýsa því að aðstæður til kvikmyndaframleiðslu hafi verið erfiðar á jöklinum, sérstaklega að vetri til „þegar dagurinn er fjórar klukkustundir.“ Sjá einnig: Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli „En þegar við komum upp á jökulinn var nýbúið að finna, og þetta er klikkað, […] par í jökulsprungu. Þau höfðu fallið í hana og verið ofan í henni í rúm áttatíu ár. Og því miður höfðu þau það ekki af. Og þau voru fullkomlega varðveitt í fjallgönguklæðnaði sínum,“ sagði Pratt. „Þau voru með búnað sinn, vistir, bréf. Þau voru elskendur og duttu ofan í holu og týndust. Og það var nýbúið að finna þau.“ DeGeneres virtist þykja mikið til frásagnarinnar koma, sagði hana „klikkaða“, og Pratt svaraði því til að sem betur fer hefði enginn úr tökuliði hans fallið ofan í sprungu. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Engin sambærileg mál í umdæminu Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, kannast ekki við að mál af því tagi sem Pratt lýsti í þætti Ellenar hafi komið inn á borð lögreglu, hvorki á Skálafellsjökli né annars staðar í umdæminu. Frásögn Pratts virðist því úr lausu lofti gripin. Sambærileg mál hafa þó komið upp á erlendri grundu. Lík svissneskra hjóna fundust á jökli í Sviss sumarið 2017. Hjónin hurfu á jöklinum árið 1942 og höfðu því verið týnd í 75 ár. Þá hafa ferðalangar einnig týnst á íslenskum jöklum, þó að ekkert málanna komi heim og saman við frásögn Pratts. Tveir breskir háskólanemar týndust á Skaftafellsjökli árið 1953 en fundust ekki þrátt fyrir leit. Leifar af búnaði þeirra fundust á jöklinum sumarið 2006. Tveir þýskir ferðamenn hurfu á göngu á Svínafellsjökli í ágúst 2007. Leit að þeim var formlega hætt í lok sama mánaðar. Þremur árum síðar fannst klifurlína á fáfarinni leið upp vesturhlið Hvannadalshnjúk, og upp komu vangaveltur um að hún kynni að vera eftir þýsku ferðamennina tvo. Þeir hafa þó aldrei fundist.
Bíó og sjónvarp Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Tengdar fréttir Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30 Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22 Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30
Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22
Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30