Má gagnrýna bætur? Guðný Hjaltadóttir skrifar 20. febrúar 2020 08:00 Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun