Tvær í algjörum sérflokki á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 10:30 Naomi Osaka og Serena Williams voru tekjuhæstu íþróttakonur heimsins á síðasta ári. Getty/Tim Clayton Tennisíþróttin á níu efstu sætin á lista Forbes yfir launahæstu íþróttkonur heims á síðasta ári. Naomi Osaka og Serena Williams eru reyndar í algjörum sérflokki á listanum og voru báðar með næstum því þrisvar sinnum hærri tekjur en sú sem skipar þriðja sætið á listanum. Naomi Osaka var launahæsta íþróttakona heims með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða meira en fimm milljarða íslenskra króna. The world's nine highest-earning sportswomen over the past year are all tennis players.Full story: https://t.co/atgc4e89CQ pic.twitter.com/g13ZF76c48— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2020 Serena Williams kemur ekki langt á eftir henni með 36 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða um 4,8 milljarða íslenskra króna. Hér er um að ræða allar tekjur íþróttakvennanna frá júní 2019 til júní 2020 það er bæði launagreiðslur og tekjur í gegnum auglýsingar og styrktaraðila. Serena Williams var í efsta sætinu á síðasta ári en missti nú efsta sætið til Naomi Osaka sem hækkaði sig um eitt sæti. Þetta var mjög gott ár fyrir bæði Osaka og Williams en þær voru báðar yfir metinu yfir hæsta tekjuáríþróttakonu. Rússneska tenniskonan Maria Sharapova átti metið áður síðan að hún aflaði 29,7 milljónir Bandaríkjadala árið 2015. Forbes Highest-Paid Female Athletes 2022 list is here and it features @naomiosaka at the top. @serenawilliams ranks second while Ashleigh Barty @ashbarty is third. Reports @RiaDas3 https://t.co/W9yZkwFVVD— SheThePeople (@SheThePeople) August 19, 2020 Það er aftur á móti langt niður í þriðja sætið sem skipar ástralska tenniskonan Ashleigh Barty. Ashleigh Barty er efst á heimslistanum en hún var með 13,1 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 1,77 milljarða króna. Eina íþróttkonan á topp tíu listanum sem er ekki í tennis er bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan sem var með 4,6 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 624 milljónir króna. Það voru þó ekki launin sem voru skila henni tíunda sæti listans því hún fékk 4,2 milljónir dollara frá styrktaraðilum sínum. Íþróttakonur með mestar tekjur frá júní 2019 til júní 2020: 1. Naomi Osaka, tennis 37,4 milljónir dollara 2. Serena Williams, tennis 36 milljónir dollara 3. Ashleigh Barty, tennis 13,1 milljónir dollara 4. Simona Halep Tennis, tennis 10,9 milljónir dollara 5. Bianca Andreescu, tennis 8,9 milljónir dollara 6. Garbine Muguruza, tennis 6,6 milljónir dollara 7. Elina Svitolina, tennis 6,4 milljónir dollara 8. Sofia Kenin, tennis 5,8 milljónir dollara 9. Angelique Kerber, tennis 5,3 milljónir dollara 10. Alex Morgan, knattspyrna 4,6 milljónir dollara Tennis Fótbolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Tennisíþróttin á níu efstu sætin á lista Forbes yfir launahæstu íþróttkonur heims á síðasta ári. Naomi Osaka og Serena Williams eru reyndar í algjörum sérflokki á listanum og voru báðar með næstum því þrisvar sinnum hærri tekjur en sú sem skipar þriðja sætið á listanum. Naomi Osaka var launahæsta íþróttakona heims með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða meira en fimm milljarða íslenskra króna. The world's nine highest-earning sportswomen over the past year are all tennis players.Full story: https://t.co/atgc4e89CQ pic.twitter.com/g13ZF76c48— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2020 Serena Williams kemur ekki langt á eftir henni með 36 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða um 4,8 milljarða íslenskra króna. Hér er um að ræða allar tekjur íþróttakvennanna frá júní 2019 til júní 2020 það er bæði launagreiðslur og tekjur í gegnum auglýsingar og styrktaraðila. Serena Williams var í efsta sætinu á síðasta ári en missti nú efsta sætið til Naomi Osaka sem hækkaði sig um eitt sæti. Þetta var mjög gott ár fyrir bæði Osaka og Williams en þær voru báðar yfir metinu yfir hæsta tekjuáríþróttakonu. Rússneska tenniskonan Maria Sharapova átti metið áður síðan að hún aflaði 29,7 milljónir Bandaríkjadala árið 2015. Forbes Highest-Paid Female Athletes 2022 list is here and it features @naomiosaka at the top. @serenawilliams ranks second while Ashleigh Barty @ashbarty is third. Reports @RiaDas3 https://t.co/W9yZkwFVVD— SheThePeople (@SheThePeople) August 19, 2020 Það er aftur á móti langt niður í þriðja sætið sem skipar ástralska tenniskonan Ashleigh Barty. Ashleigh Barty er efst á heimslistanum en hún var með 13,1 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 1,77 milljarða króna. Eina íþróttkonan á topp tíu listanum sem er ekki í tennis er bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan sem var með 4,6 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 624 milljónir króna. Það voru þó ekki launin sem voru skila henni tíunda sæti listans því hún fékk 4,2 milljónir dollara frá styrktaraðilum sínum. Íþróttakonur með mestar tekjur frá júní 2019 til júní 2020: 1. Naomi Osaka, tennis 37,4 milljónir dollara 2. Serena Williams, tennis 36 milljónir dollara 3. Ashleigh Barty, tennis 13,1 milljónir dollara 4. Simona Halep Tennis, tennis 10,9 milljónir dollara 5. Bianca Andreescu, tennis 8,9 milljónir dollara 6. Garbine Muguruza, tennis 6,6 milljónir dollara 7. Elina Svitolina, tennis 6,4 milljónir dollara 8. Sofia Kenin, tennis 5,8 milljónir dollara 9. Angelique Kerber, tennis 5,3 milljónir dollara 10. Alex Morgan, knattspyrna 4,6 milljónir dollara
Íþróttakonur með mestar tekjur frá júní 2019 til júní 2020: 1. Naomi Osaka, tennis 37,4 milljónir dollara 2. Serena Williams, tennis 36 milljónir dollara 3. Ashleigh Barty, tennis 13,1 milljónir dollara 4. Simona Halep Tennis, tennis 10,9 milljónir dollara 5. Bianca Andreescu, tennis 8,9 milljónir dollara 6. Garbine Muguruza, tennis 6,6 milljónir dollara 7. Elina Svitolina, tennis 6,4 milljónir dollara 8. Sofia Kenin, tennis 5,8 milljónir dollara 9. Angelique Kerber, tennis 5,3 milljónir dollara 10. Alex Morgan, knattspyrna 4,6 milljónir dollara
Tennis Fótbolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira