Svartur dagur Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:25 Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun