Ferðamennska framtíðarinnar Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 19. ágúst 2020 14:30 Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun