Henderson verður einn sá launahæsti með nýjum samning | Arftakinn kominn til Sheffield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 17:45 Ramsdale er mættur til Sheffield á meðan Henderson er í þann mund að verða einn launahæsti markvörður í heimi. Vísir/Sky Sports Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United. Thank you for everything @SheffieldUnited pic.twitter.com/bVAe3nKPZA— Dean Henderson (@deanhenderson) August 19, 2020 Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði. Rambo's ready to go An exceptional debut @premierleague season from our new GK pic.twitter.com/HIXA8Vlw5Z— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 19, 2020 Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023. Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports. Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo. Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni. Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30 Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25 Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira
Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United. Thank you for everything @SheffieldUnited pic.twitter.com/bVAe3nKPZA— Dean Henderson (@deanhenderson) August 19, 2020 Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði. Rambo's ready to go An exceptional debut @premierleague season from our new GK pic.twitter.com/HIXA8Vlw5Z— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 19, 2020 Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023. Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports. Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo. Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni. Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30 Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25 Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira
Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30
Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25
Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00