Innlent

Tvö innan­lands­smit og eitt virkt á landa­mærunum

Sylvía Hall skrifar
_VIL4260
Vísir/Vilhelm

Tvö kórónuveirusmit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og eitt á landamærunum. Þrjú sem skimuð voru á landamærunum bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.

Annar þeirra sem greindist hér innanlands var í sóttkví við greiningu.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is en alls eru nú 117 í einangrun. Fólki í einangrun fækkar því um fimm milli daga og fækkar fólki í sóttkví sömuleiðis.

Einn liggur á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða alls 73 einstaklingar. Eini landshlutinn þar sem enginn er í einangrun er Norðurland vestra. 

419 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og 2.075 við landamæraskimun. 

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fór úr 17,2 í 16,9. Þá fór nýgengi landamærasmita úr 12,3 í 12,5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×