Góðar fyrirætlanir duga skammt Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 15:00 Enginn óskar sér eða öðrum að missa vinnuna en því miður horfast margir í augu við þann veruleika þessa dagana. Sameiginlegur skilningur er um að til staðar sé traust öryggisnet sem grípur þá sem verða fyrir slíku áfalli. Sem betur fer búum við að slíku neti og það hefur gefist vel. Á Íslandi eru atvinnuleysisbætur háar í öllum samanburði; munurinn hérlendis á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi er einn sá minnsti í samanburði við önnur OECD ríki. Þar sem atvinnulausum hefur, og mun, fjölga á næstunni er mikilvægara en nokkru sinni að missa ekki sjónar á því endanlega markmiði að tryggja velferð fólks; takmarkið hlýtur að vera að skapa ný störf við hæfi flestra enda skiptir öllu máli fyrir heimilin í landinu að hátt atvinnuleysisstig verði ekki viðvarandi. Hækkun bóta og atvinnuleysi Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu hafa sumir kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta eru eðlileg fyrstu viðbrögð og skiljanleg hugsun, en þegar betur er að gáð verður ekki annað séð en að málið sé margslungnara og að hugmyndin sé einfaldlega til þess fallin að gera fólk verra sett en annars. Öll myndum við vilja að málið væri svo einfalt að við gætum hækkað atvinnuleysisbætur, en hvert er endanlegt markmið okkar? Við viljum vinna bug á atvinnuleysinu, sérstaklega langtímaatvinnuleysi. Sænsk rannsókn frá árinu 2017 sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta leiðir til lengra atvinnuleysis og þá sérstaklega hjá þeim sem eru nýorðnir atvinnulausir á meðan það hefur lítil áhrif á þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Þetta er mikilvæg staðreynd þar sem ástandið í dag mun leiða til þess að mjög margir munu lenda í þeirri stöðu. Í þýskri rannsókn frá 2016 kom í ljós að hækkun bóta dró úr atvinnuleit á meðan neysla atvinnulausra jókst, þvert á það sem þau sem tala fyrir hækkuninni telja. Fjöldi annarra rannsókna styðja samskonar niðurstöður. En það er ekki eingöngu út frá sjónarhorni launþegans sem hækkun atvinnuleysisbóta hefur neikvæð áhrif heldur einnig á vinnuveitendur. Rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2013 sýndi fram á að vinnuveitendur sköpuðu færri störf eftir því sem bætur hækkuðu. Hækkun bótanna viðhélt launakröfum einstaklinga og jók væntan launakostnað fyrirtækja. Sama rannsókn sýndi þannig að tæplega 5 milljón störf hefðu skapast í Bandaríkjunum árið 2010 ef lenging á bótatímabilinu úr 26 vikum í allt að 99 vikur hefði ekki átt sér stað í kjölfarið fjármálahrunsins 2008. Staðreyndir málsins Þegar á heildina er litið er nauðsynlegt að umræðan um hækkun atvinnuleysisbóta byggi umfram allt á staðreyndum, en ekki persónulegum efasemdum einstaka aðila um margreyndar niðurstöður rannsókna. Enginn óskar sér þess að verða atvinnulaus, en í stað þess að ræða hvernig hægt er að framfleyta sem flestum á atvinnuleysisbótum sem lengst ættum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig við getum skapað störf við hæfi flestra sem allra fyrst. Því miður virðist engum greiði gerður með því að hækka atvinnuleysisbætur þó hugmyndin sé falleg. Það er engin mannvonska fólgin í því að horfa raunsætt á hlutina og benda á það að fjöldi rannsókna sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta, eða háar atvinnuleysisbætur í samhengi við laun á vinnumarkaði, eykur atvinnuleysi í stað þess að draga úr því. Það er okkur öllum fyrir bestu, hvort sem það er frá sjónarhorni launþega eða atvinnurekenda, að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og staðreyndum í stað rökleysu og upphrópana. Í gegnum faraldurinn sem nú geysar höfum við fylgt ráðum sérfræðinga og rannsókna með góðum árangri. Engin ástæða er til þess að breyta af þeirrri stefnu núna. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Agla Eir Vilhjálmsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Enginn óskar sér eða öðrum að missa vinnuna en því miður horfast margir í augu við þann veruleika þessa dagana. Sameiginlegur skilningur er um að til staðar sé traust öryggisnet sem grípur þá sem verða fyrir slíku áfalli. Sem betur fer búum við að slíku neti og það hefur gefist vel. Á Íslandi eru atvinnuleysisbætur háar í öllum samanburði; munurinn hérlendis á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi er einn sá minnsti í samanburði við önnur OECD ríki. Þar sem atvinnulausum hefur, og mun, fjölga á næstunni er mikilvægara en nokkru sinni að missa ekki sjónar á því endanlega markmiði að tryggja velferð fólks; takmarkið hlýtur að vera að skapa ný störf við hæfi flestra enda skiptir öllu máli fyrir heimilin í landinu að hátt atvinnuleysisstig verði ekki viðvarandi. Hækkun bóta og atvinnuleysi Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu hafa sumir kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta eru eðlileg fyrstu viðbrögð og skiljanleg hugsun, en þegar betur er að gáð verður ekki annað séð en að málið sé margslungnara og að hugmyndin sé einfaldlega til þess fallin að gera fólk verra sett en annars. Öll myndum við vilja að málið væri svo einfalt að við gætum hækkað atvinnuleysisbætur, en hvert er endanlegt markmið okkar? Við viljum vinna bug á atvinnuleysinu, sérstaklega langtímaatvinnuleysi. Sænsk rannsókn frá árinu 2017 sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta leiðir til lengra atvinnuleysis og þá sérstaklega hjá þeim sem eru nýorðnir atvinnulausir á meðan það hefur lítil áhrif á þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Þetta er mikilvæg staðreynd þar sem ástandið í dag mun leiða til þess að mjög margir munu lenda í þeirri stöðu. Í þýskri rannsókn frá 2016 kom í ljós að hækkun bóta dró úr atvinnuleit á meðan neysla atvinnulausra jókst, þvert á það sem þau sem tala fyrir hækkuninni telja. Fjöldi annarra rannsókna styðja samskonar niðurstöður. En það er ekki eingöngu út frá sjónarhorni launþegans sem hækkun atvinnuleysisbóta hefur neikvæð áhrif heldur einnig á vinnuveitendur. Rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2013 sýndi fram á að vinnuveitendur sköpuðu færri störf eftir því sem bætur hækkuðu. Hækkun bótanna viðhélt launakröfum einstaklinga og jók væntan launakostnað fyrirtækja. Sama rannsókn sýndi þannig að tæplega 5 milljón störf hefðu skapast í Bandaríkjunum árið 2010 ef lenging á bótatímabilinu úr 26 vikum í allt að 99 vikur hefði ekki átt sér stað í kjölfarið fjármálahrunsins 2008. Staðreyndir málsins Þegar á heildina er litið er nauðsynlegt að umræðan um hækkun atvinnuleysisbóta byggi umfram allt á staðreyndum, en ekki persónulegum efasemdum einstaka aðila um margreyndar niðurstöður rannsókna. Enginn óskar sér þess að verða atvinnulaus, en í stað þess að ræða hvernig hægt er að framfleyta sem flestum á atvinnuleysisbótum sem lengst ættum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig við getum skapað störf við hæfi flestra sem allra fyrst. Því miður virðist engum greiði gerður með því að hækka atvinnuleysisbætur þó hugmyndin sé falleg. Það er engin mannvonska fólgin í því að horfa raunsætt á hlutina og benda á það að fjöldi rannsókna sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta, eða háar atvinnuleysisbætur í samhengi við laun á vinnumarkaði, eykur atvinnuleysi í stað þess að draga úr því. Það er okkur öllum fyrir bestu, hvort sem það er frá sjónarhorni launþega eða atvinnurekenda, að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og staðreyndum í stað rökleysu og upphrópana. Í gegnum faraldurinn sem nú geysar höfum við fylgt ráðum sérfræðinga og rannsókna með góðum árangri. Engin ástæða er til þess að breyta af þeirrri stefnu núna. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun