Ingvi Þór Hákonarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir að það félagið yrði af miklum tekjum ef samkomubann vegna kórónuveirunnar yrði sett á.
„Þetta myndi hafa gríðarlega mikil áhrif. Ég vill ekki hugsa svo langt. Við höfum miklar áhyggjur hvort af þessu verði,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi, aðspurður um mögulegt samkomubann.
Félögin í Domino's deildunum í körfubolta treysta á tekjur af úrslitakeppninni og því myndi samkomubann hafa veruleg áhrif á fjárhag félaganna.
„Öll félögin bíða eftir úrslitakeppninni. Þar mæta fleiri á leiki og þetta eru miklar tekjur sem félögin sækja í úrslitakeppninni,“ sagði Ingvi.
Hann spyr sig hver réttur félaganna sé ef samkomubann verður sett á.
„Þá veltir maður fyrir sér hver staða félaganna er? Hver ætlar að bæta það upp?“ sagði Ingvi.
Að hans sögn hefur KKÍ ekki rætt við félögin hvað gera skuli ef samkomubann verður sett á.
„Þetta er ekki komið svo langt. Við fylgjumst bara vel með öllu sem kemur frá sóttvarna- og landlækni,“ sagði Ingvi.
Hann segir að Keflavík ítreki það við sína iðkendur að passa upp á hreinlætið.
„Við leggjum áherslu á handþvott fyrir og eftir æfingar. Allir reyna að gera sitt besta í þessum efnum,“ sagði Ingvi.
Samkomubann yrði þungt fjárhagslegt högg fyrir félögin

Tengdar fréttir

Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag
Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi.

Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs
Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar.

Spritt eitt og sér dugar ekki til að verjast kórónuveirunni ef hendurnar eru óhreinar
Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt.