Hvalirnir eru 310 milljarða króna virði; lifandi! Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. mars 2020 10:00 IMF (International Monetary Fund), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, vinnur ekki aðeins með beinum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í umfangsmiklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft rík áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. IMF hefur varið miklum tíma og fjármunum til að rannsaka loftslagsvána, enda trúlega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Efnahagslega hliðin á þeim vanda er auðvitað hamfarahlýnunin með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja. Nýlega gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni ”Nature’s Solution to Climate Change”; lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Meðal annars leiðir rannsóknin í ljós, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á botn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi og leysist svo upp. Eins leiðir rannsóknin í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og mikið verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna, er tekið með í reikninginn. Niðurstaða IMF er, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, með Kristján Þór Júlíusson í broddi fylkingar, leyfði á síðasta ári dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Skv. ofangreindu verðmati IMF hafa langreyðarnar einar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna. Bæta má 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals 310 milljarðar króna. Önnur hlið á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 1,6 milljón trjáa. Hversu mörg tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Stundum er reynt, að réttlæta þetta dráp með meintu afráni langreyðanna. Þetta er þó út í hött, því langreyðar eru skíðishvalir, sem éta engan fisk. Í ljósi þess, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa á þessari öld verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – að mestu drápsaðferðir og -tækni frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa - og þar með, því miður, Íslandi og Íslendingum öllum - til hneisu og vansæmdar. Menn geta líka spurt sig, hvernig gat æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar stofnunarinnar frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru vísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið eða öfl för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Það er við hæfi, að ljúka þessum pistli með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)).Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
IMF (International Monetary Fund), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, vinnur ekki aðeins með beinum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í umfangsmiklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft rík áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. IMF hefur varið miklum tíma og fjármunum til að rannsaka loftslagsvána, enda trúlega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Efnahagslega hliðin á þeim vanda er auðvitað hamfarahlýnunin með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja. Nýlega gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni ”Nature’s Solution to Climate Change”; lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Meðal annars leiðir rannsóknin í ljós, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á botn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi og leysist svo upp. Eins leiðir rannsóknin í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og mikið verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna, er tekið með í reikninginn. Niðurstaða IMF er, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, með Kristján Þór Júlíusson í broddi fylkingar, leyfði á síðasta ári dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Skv. ofangreindu verðmati IMF hafa langreyðarnar einar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna. Bæta má 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals 310 milljarðar króna. Önnur hlið á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 1,6 milljón trjáa. Hversu mörg tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Stundum er reynt, að réttlæta þetta dráp með meintu afráni langreyðanna. Þetta er þó út í hött, því langreyðar eru skíðishvalir, sem éta engan fisk. Í ljósi þess, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa á þessari öld verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – að mestu drápsaðferðir og -tækni frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa - og þar með, því miður, Íslandi og Íslendingum öllum - til hneisu og vansæmdar. Menn geta líka spurt sig, hvernig gat æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar stofnunarinnar frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru vísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið eða öfl för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Það er við hæfi, að ljúka þessum pistli með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)).Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun