Spritt eitt og sér dugar ekki til að verjast kórónuveirunni ef hendurnar eru óhreinar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 22:15 Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira