Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 7. mars 2020 12:00 Við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Aðsend Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira