Handbolti

Leikfélag Vestmannaeyja ekki í bikarúrslitaleikinn

Sindri Sverrisson skrifar
Eyjamenn munu sjálfsagt fjölmenna í Laugardalshöll á morgun en Leikfélag Vestmannaeyja stendur í ströngu við æfingar.
Eyjamenn munu sjálfsagt fjölmenna í Laugardalshöll á morgun en Leikfélag Vestmannaeyja stendur í ströngu við æfingar. vísir/valli

Leikfélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna pillunnar sem Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, sendi ÍBV fyrri bikarúrslitaleikinn í handbolta karla í Laugardalshöll á morgun.

„Leikfélag Vestmannaeyja?“ spurði Rúnar þegar hann var spurður í viðtali á RÚV í gær hvort hann væri byrjaður að kortleggja lið ÍBV. Hann vildi greinilega meina að leikmenn ÍBV ættu það til að vera með leikaraskap innan vallar.

Hið raunverulega Leikfélag Vestmannaeyja verður hins vegar ekki í Laugardalshöll á morgun, en það stendur í ströngu við æfingar á grínsöngleiknum SPAMALOT. Yfirlýsingu leikfélagsins má sjá hér að neðan:

Það er útbreiddur misskilningur að Leikfélag Vestmannaeyja ætli sér að spila handboltaleik á morgun.

Við sjáum okkur því miður ekki fært að senda lið þar sem við stöndum í ströngum æfingum á grínsöngleiknum SPAMALOT.

Í okkar stað mun meistaraflokkur ÍBV í handbolta spila til úrslita gegn Stjörnunni frá Garðabæ í Laugardalshöll kl. 16:00.

Við sendum þeim baráttukveðjur.

Áfram ÍBV!


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×