Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2020 17:12 Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla. Með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sér hún fram á nánara samstarf í skólamálum, sem kallar á betri samgöngur milli byggðanna. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég mundi vilja sjá betri veg yfir Öxi, heilsárveg þar. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið og gleðja.“ Þannig svarar Signý Óskardóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, spurningu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þurfi að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. Þetta er einnig það sem kaupakonan í Bakkabúð, Elísabet Guðmundsdóttir, nefnir en hún á dóttur í heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Öxi eða Axarvegur nefnist fjallvegurinn milli Skriðdals og Berufjarðar en um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Það tekur um klukkustund fyrir Djúpavogsbúa að komast til Egilsstaða með því að fara Öxi en ef þessi 532 metra hái fjallvegur er lokaður, og aka þarf firðina eða um Breiðdalsheiði, lengist ferðatíminn um fjörutíu til fimmtíu mínútur. Frá veginum yfir Öxi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Betri Axarvegur er ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogshrepps við Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri, sem samþykkt var í haust, en samkvæmt henni hættir Djúpivogur að vera til sem sjálfstætt sveitarfélag á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að 2.800 milljónir króna kosti að byggja upp veginn Um Öxi. Þar er mörkuð sú stefna að verkið verði fjármagnað í samstarfi við einkaaðila og miðað við að ríkið greiði 50 prósent en nánari útfærsla á því liggur ekki fyrir. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að 1.400 milljóna framlag ríkisins komi á árunum 2021 til 2023. Þátturinn frá Djúpavogi verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag, kl. 15.55. Hér má sjá kafla úr þættinum: Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Hornafjörður Samgöngur Seyðisfjörður Skóla - og menntamál Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
„Ég mundi vilja sjá betri veg yfir Öxi, heilsárveg þar. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið og gleðja.“ Þannig svarar Signý Óskardóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, spurningu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þurfi að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. Þetta er einnig það sem kaupakonan í Bakkabúð, Elísabet Guðmundsdóttir, nefnir en hún á dóttur í heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Öxi eða Axarvegur nefnist fjallvegurinn milli Skriðdals og Berufjarðar en um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Það tekur um klukkustund fyrir Djúpavogsbúa að komast til Egilsstaða með því að fara Öxi en ef þessi 532 metra hái fjallvegur er lokaður, og aka þarf firðina eða um Breiðdalsheiði, lengist ferðatíminn um fjörutíu til fimmtíu mínútur. Frá veginum yfir Öxi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Betri Axarvegur er ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogshrepps við Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri, sem samþykkt var í haust, en samkvæmt henni hættir Djúpivogur að vera til sem sjálfstætt sveitarfélag á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að 2.800 milljónir króna kosti að byggja upp veginn Um Öxi. Þar er mörkuð sú stefna að verkið verði fjármagnað í samstarfi við einkaaðila og miðað við að ríkið greiði 50 prósent en nánari útfærsla á því liggur ekki fyrir. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að 1.400 milljóna framlag ríkisins komi á árunum 2021 til 2023. Þátturinn frá Djúpavogi verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag, kl. 15.55. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Hornafjörður Samgöngur Seyðisfjörður Skóla - og menntamál Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45