Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór Björnsson í leik með KR. Vísir/Bára Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum