Flybe farið á hausinn Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 06:49 Um tvö þúsund manns eiga nú á hættu að missa vinnuna en yfirvöld Bretlands hafa þegar heitið því að koma starfsmönnum Flybe til hjálpar við að finna nýja atvinnu. EPA/ANDY RAIN Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært. Það var gert eftir að viðræður um frekari fjármögnun hafi farið út um þúfur en forsvarsmenn Flybe komust naumlega hjá gjaldþroti í janúar. Vandræði vegna kórónuveirunnar ýttu félaginu þó fram af brúninni. Um tvö þúsund manns eiga nú á hættu að missa vinnuna en yfirvöld Bretlands hafa þegar heitið því að koma starfsmönnum Flybe til hjálpar við að finna nýja atvinnu. Í yfirlýsingu frá félaginu eru þeir sem eiga flugmiða hjá Flybe sagt að gera sér ekki ferðir á flugvelli nema þeir hafi þegar útvegað sér aðrar ferðir með öðrum flugfélögum. pic.twitter.com/ktFtWefigG — Flybe (@flybe) March 5, 2020 Sérfræðingur sem blaðamaður BBC ræddi við segir flugfélagamarkaðinn í Bretlandi mjög erfiðan en forsvarsmenn Flybe hafi gert mistök við að reyna að stækka félagið hratt. Vandræði félagsins komi honum ekki á óvart og rekstur þess hafi gengið illa um árabil. Annar viðmælandi BBC, sem kemur að rekstri Flybe, sagði áhrif kórónuveirunnar á farþegaflutninga hafa gert slæmt ástand mun verra. Til marks um það opinberuðu forsvarsmenn flugfélagsins Virgin nýverið að bókunum hefði fækkað um 40 prósent á milli ára. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært. Það var gert eftir að viðræður um frekari fjármögnun hafi farið út um þúfur en forsvarsmenn Flybe komust naumlega hjá gjaldþroti í janúar. Vandræði vegna kórónuveirunnar ýttu félaginu þó fram af brúninni. Um tvö þúsund manns eiga nú á hættu að missa vinnuna en yfirvöld Bretlands hafa þegar heitið því að koma starfsmönnum Flybe til hjálpar við að finna nýja atvinnu. Í yfirlýsingu frá félaginu eru þeir sem eiga flugmiða hjá Flybe sagt að gera sér ekki ferðir á flugvelli nema þeir hafi þegar útvegað sér aðrar ferðir með öðrum flugfélögum. pic.twitter.com/ktFtWefigG — Flybe (@flybe) March 5, 2020 Sérfræðingur sem blaðamaður BBC ræddi við segir flugfélagamarkaðinn í Bretlandi mjög erfiðan en forsvarsmenn Flybe hafi gert mistök við að reyna að stækka félagið hratt. Vandræði félagsins komi honum ekki á óvart og rekstur þess hafi gengið illa um árabil. Annar viðmælandi BBC, sem kemur að rekstri Flybe, sagði áhrif kórónuveirunnar á farþegaflutninga hafa gert slæmt ástand mun verra. Til marks um það opinberuðu forsvarsmenn flugfélagsins Virgin nýverið að bókunum hefði fækkað um 40 prósent á milli ára.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira