Þarf ekki að greiða leigu vegna umdeilds gistiskýlis sem komst ekki á koppinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2020 09:00 Útlendingastofnun var óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Stofnunin þarf ekki að greiða leigu sem Riverside ehf. taldi sig eiga inni auk þess sem að Riverside ehf. þarf ekki að endurgreiða leigugreiðslur sem það hafði þegar fengið frá stofnuninni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Lögbann var hins vegar lagt á breytinguna á skipulaginu og í maí árið 2018 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun væri óheimilt að opna gistiskýlið. Ekkert varð því af opnun þess. Riverside vildi leigu og Útlendingastofnun vildi fá endurgreiðslu Síðar höfðaði Riverside ehf., sem leigði Útlendingastofnun umrætt rými, mál á hendur stofnuninni og krafðist félagið þess að fá greidda leigu fyrir umrætt rými fyrir ákveðið tímabil, sem Útlendingastofnun hafði neitað að greiða. Útlendingastofnun höfðaði gagnsök gegn Riverside í málinu og krafðist þess að fá endurgreidda þriggja mánaða leigu sem stofnunin hafði þegar greidd Riverside ehf., þar sem stofnunin hafi ekki getað notað húsnæðið. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun og sýknaði héraðsdómur Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í málinu. Riverside ehf. þarf þó að greiða Útlendingastofnun 1,5 milljónir króna í útlagðan kostnað sem ekki var deilt um í málinu. Atli Már Ingólfsson, lögmaður Riverside ehf., segir í samtali við Vísi að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Dómsmál Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Stofnunin þarf ekki að greiða leigu sem Riverside ehf. taldi sig eiga inni auk þess sem að Riverside ehf. þarf ekki að endurgreiða leigugreiðslur sem það hafði þegar fengið frá stofnuninni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Lögbann var hins vegar lagt á breytinguna á skipulaginu og í maí árið 2018 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun væri óheimilt að opna gistiskýlið. Ekkert varð því af opnun þess. Riverside vildi leigu og Útlendingastofnun vildi fá endurgreiðslu Síðar höfðaði Riverside ehf., sem leigði Útlendingastofnun umrætt rými, mál á hendur stofnuninni og krafðist félagið þess að fá greidda leigu fyrir umrætt rými fyrir ákveðið tímabil, sem Útlendingastofnun hafði neitað að greiða. Útlendingastofnun höfðaði gagnsök gegn Riverside í málinu og krafðist þess að fá endurgreidda þriggja mánaða leigu sem stofnunin hafði þegar greidd Riverside ehf., þar sem stofnunin hafi ekki getað notað húsnæðið. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun og sýknaði héraðsdómur Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í málinu. Riverside ehf. þarf þó að greiða Útlendingastofnun 1,5 milljónir króna í útlagðan kostnað sem ekki var deilt um í málinu. Atli Már Ingólfsson, lögmaður Riverside ehf., segir í samtali við Vísi að málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Dómsmál Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00