Báru kennsl á handlegginn sem fannst á Selvogsgrunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:49 Handleggurinn kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni í maí 2017. Selvogsgrunn er merkt með rauðum punkti á korti. Map.is/Hjalti Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 er af íslenskum karlmanni sem hvarf tæpum tveimur árum áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Vísir greindi frá því í janúar að umræddar líkamsleifar hefðu fundist og var málið þá hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi. Upphandleggsbeinið er af Guðmundi Geir Sveinssyni sem fæddur var 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi. Leit að honum hófst 26. desember 2015 en þá voru sterkar vísbendingar um að hann hefði fallið í Ölfusá við kirkjugarðinn á Selfossi. Leitin reyndist árangurslaus og var hætt. „En allar götur síðan hafa menn svipast um eftir því hvort eitthvað fyndist sem skýrt gæti hvarf hans,“ segir í tilkynningu lögreglu. Sjá einnig: Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Líkt og Vísir greindi frá í janúar fengu sjómenn á snurvoðarbát upphandleggsbein úr manni í veiðarfæri við veiðar á Selvogsgrunni 18. maí 2017. Sýni úr beininu var sent í aldursgreiningu og fékkst þar sú niðurstaða að það væri úr manni sem að öllum líkindum hefði látist á tímabilinu frá 2004 til 2007. „[…] og því fáir sem komu til greina sem eigendur að því,“ segir í tilkynningu lögreglu. Í janúar síðastliðnum var svo ákveðið að útvíkka umrætt tímabil. Við rannsókn Rättmedicinalverket í Svíþjóð kom í ljós að DNA-snið úr beininu samsvaraði DNA-sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guðmundar Geirs þegar hann hvarf. Lögregla hefur fundað með aðstandendum um niðurstöðu málsins og verða þessar jarðnesku leifar afhentar þeim á allra næstu dögum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Höfðu ekki fundið neinar vísbendingar Borin voru kennsl á höfuðkúpu manns sem hvarf í umdæmi lögreglu á Suðurlandi fyrir 25 árum í janúar síðastliðnum. Maðurinn hét Jón Ólafsson, fæddur 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Lögregla á Suðurlandi hefur undanfarin misseri unnið að því að safna lífsýnum úr aðstandendum fólks sem horfið hefur úr umdæminu á liðnum árum. Vísir ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, um höfuðkúpuna í janúar. Þegar Oddur var inntur eftir því hvort lögregla hafi inni á sínu borði fleiri óupplýst mál af slíku tagi, þar sem finnast líkamsleifar sem ekki tekst að bera kennsl á, sagðist Oddur aðeins vita um eitt. Um væri að ræða líkamsleifar sem komu í net úti fyrir Suðurlandi í maí árið 2017. „Eftir því sem ég best veit er einungis eitt tilvik sem er enn óþekkt. Það er handleggur af manni sem kom í veiðarfæri báts suður af landinu í Selvogi, á Selvogsgrunni, 2017. Við vitum að hann [handleggurinn] er nýlegur í skilningi þess orðs að hann er frá síðustu áratugum og við erum búnir að fá DNA-snið frá honum en hann hefur ekki samsvarað þeim sýnum sem eru til hjá okkur í dag.“ Oddur sagði þá að engar vísbendingar hefðu fundist í tengslum við málið. Þá væri DNA-sniðið ekki endilega íslenskt og allt eins líklegt að um útlending væri að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30 Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34 Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 er af íslenskum karlmanni sem hvarf tæpum tveimur árum áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Vísir greindi frá því í janúar að umræddar líkamsleifar hefðu fundist og var málið þá hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi. Upphandleggsbeinið er af Guðmundi Geir Sveinssyni sem fæddur var 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi. Leit að honum hófst 26. desember 2015 en þá voru sterkar vísbendingar um að hann hefði fallið í Ölfusá við kirkjugarðinn á Selfossi. Leitin reyndist árangurslaus og var hætt. „En allar götur síðan hafa menn svipast um eftir því hvort eitthvað fyndist sem skýrt gæti hvarf hans,“ segir í tilkynningu lögreglu. Sjá einnig: Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Líkt og Vísir greindi frá í janúar fengu sjómenn á snurvoðarbát upphandleggsbein úr manni í veiðarfæri við veiðar á Selvogsgrunni 18. maí 2017. Sýni úr beininu var sent í aldursgreiningu og fékkst þar sú niðurstaða að það væri úr manni sem að öllum líkindum hefði látist á tímabilinu frá 2004 til 2007. „[…] og því fáir sem komu til greina sem eigendur að því,“ segir í tilkynningu lögreglu. Í janúar síðastliðnum var svo ákveðið að útvíkka umrætt tímabil. Við rannsókn Rättmedicinalverket í Svíþjóð kom í ljós að DNA-snið úr beininu samsvaraði DNA-sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guðmundar Geirs þegar hann hvarf. Lögregla hefur fundað með aðstandendum um niðurstöðu málsins og verða þessar jarðnesku leifar afhentar þeim á allra næstu dögum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Höfðu ekki fundið neinar vísbendingar Borin voru kennsl á höfuðkúpu manns sem hvarf í umdæmi lögreglu á Suðurlandi fyrir 25 árum í janúar síðastliðnum. Maðurinn hét Jón Ólafsson, fæddur 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Lögregla á Suðurlandi hefur undanfarin misseri unnið að því að safna lífsýnum úr aðstandendum fólks sem horfið hefur úr umdæminu á liðnum árum. Vísir ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, um höfuðkúpuna í janúar. Þegar Oddur var inntur eftir því hvort lögregla hafi inni á sínu borði fleiri óupplýst mál af slíku tagi, þar sem finnast líkamsleifar sem ekki tekst að bera kennsl á, sagðist Oddur aðeins vita um eitt. Um væri að ræða líkamsleifar sem komu í net úti fyrir Suðurlandi í maí árið 2017. „Eftir því sem ég best veit er einungis eitt tilvik sem er enn óþekkt. Það er handleggur af manni sem kom í veiðarfæri báts suður af landinu í Selvogi, á Selvogsgrunni, 2017. Við vitum að hann [handleggurinn] er nýlegur í skilningi þess orðs að hann er frá síðustu áratugum og við erum búnir að fá DNA-snið frá honum en hann hefur ekki samsvarað þeim sýnum sem eru til hjá okkur í dag.“ Oddur sagði þá að engar vísbendingar hefðu fundist í tengslum við málið. Þá væri DNA-sniðið ekki endilega íslenskt og allt eins líklegt að um útlending væri að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30 Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34 Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30
Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17
Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44