Handbolti

Bjarki áfram markahæstur og taplaus á árinu

Sindri Sverrisson skrifar
Bjarki Már Elísson fór til Lemgo með það meðal annars í huga að fá tækifæri til að skora mikið af mörkum, og það hefur svo sannarlega gengið eftir.
Bjarki Már Elísson fór til Lemgo með það meðal annars í huga að fá tækifæri til að skora mikið af mörkum, og það hefur svo sannarlega gengið eftir. vísir/getty

Bjarki Már Elísson er áfram með forskot á Hans Lindberg á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handbolta í kvöld.

Bjarki skoraði 7 mörk í 36-29 útisigri Lemgo á Ludwigshafen. Lemgo er í 10. sæti af 18 liðum með 25 stig og hefur enn ekki tapað leik á árinu 2020. Bjarki er markahæstur allra í deildinni með 201 mark, átta mörkum á undan Lindberg.

Alexander Petersson skoraði 3 mörk og Ýmir Örn Gíslason 1 þegar Rhein-Neckar Löwen vann Leipzig 26-23. Löwen er með 34 stig í 6. sæti, stigi á eftir Füchse Berlín og tveimur stigum á eftir Hannover, og með leik til góða á þessi tvö lið.

Ragnar Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer í 26-26 jafntefli við Füchse Berlín. Lokaskot Ragnars, í blálok leiksins, fór hins vegar ekki í markið. Arnór Þór Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara Bergischer að þessu sinni.

Þá töpuðu lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn gegn Hannover á heimavelli, 32-24. Nordhorn er með aðeins 4 stig eftir 26 leiki en Hannover er í 4. sæti sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×