Erfiðara ef við hefðum ekki fengið Ísland Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 07:00 Gareth Southgate og Roberto Martínez, þjálfarar Englands og Belgíu, léttir í bragði eftir að dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar í dag. vísir/getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30
100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10