100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 18:10 Ísland sló England út á EM í Frakklandi 2016 þar sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. vísir/getty Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. Ísland fékk England úr efsta styrkleikaflokki en liðin hafa aðeins einu sinni mæst í mótsleik. Það var auðvitað í 16-liða úrslitum á EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Það var síðasti leikur Englands undir stjórn Roy Hodgson en Gareth Southgate tók við liðinu þá um haustið. Undir hans stjórn varð England í 4. sæti á HM 2018 og liðið endaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í fyrrasumar. Ísland gerði jafntefli við England í vináttulandsleik árið 1982, 1-1, en tapaði 6-1 á æfingamóti sumarið 2004. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku, hvorki í mótsleik né vináttulandsleik, í 23 tilraunum. Liðin mættust síðast í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2016 og unnu Danir 2-1 sigur. Liðin mættust í undankeppni EM 2012, undankeppni EM 2008 og undankeppni HM 2002, og vann Danmörk alla sex leikina. Danir komust í 16-liða úrslit á HM 2018 en féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn silfurliði Króatíu. Þeir unnu sinni riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar haustið 2018, í baráttu við Austurríki og Norður-Írland, og leika þess vegna í A-deild núna. Romelu Lukaku reyndist Íslendingum erfiður á Laugardalsvelli þegar Belgar unnu þar 3-0 sigur.vísir/getty Það er skammt síðan að Belgía mætti á Laugardalsvöll en liðið var í riðli Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar haustið 2018. Belgía vann 3-0 á Laugardalsvelli og svo 2-0 á heimavelli. Áður mættust liðin í mótsleikjum síðast í undankeppni HM 1978, undankeppni EM 1976, undankeppni HM 1974 og undankeppni HM 1958. Alltaf unnu Belgar, alls átta leiki, og þeir unnu einnig vináttulandsleik þjóðanna á heimavelli í nóvember 2014. Belgía hefur því unnið alla ellefu leiki sína við Ísland. Belgar unnu til bronsverðlauna á HM 2018 en urðu svo í 2. sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á eftir Sviss. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. Ísland fékk England úr efsta styrkleikaflokki en liðin hafa aðeins einu sinni mæst í mótsleik. Það var auðvitað í 16-liða úrslitum á EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Það var síðasti leikur Englands undir stjórn Roy Hodgson en Gareth Southgate tók við liðinu þá um haustið. Undir hans stjórn varð England í 4. sæti á HM 2018 og liðið endaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í fyrrasumar. Ísland gerði jafntefli við England í vináttulandsleik árið 1982, 1-1, en tapaði 6-1 á æfingamóti sumarið 2004. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku, hvorki í mótsleik né vináttulandsleik, í 23 tilraunum. Liðin mættust síðast í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2016 og unnu Danir 2-1 sigur. Liðin mættust í undankeppni EM 2012, undankeppni EM 2008 og undankeppni HM 2002, og vann Danmörk alla sex leikina. Danir komust í 16-liða úrslit á HM 2018 en féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn silfurliði Króatíu. Þeir unnu sinni riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar haustið 2018, í baráttu við Austurríki og Norður-Írland, og leika þess vegna í A-deild núna. Romelu Lukaku reyndist Íslendingum erfiður á Laugardalsvelli þegar Belgar unnu þar 3-0 sigur.vísir/getty Það er skammt síðan að Belgía mætti á Laugardalsvöll en liðið var í riðli Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar haustið 2018. Belgía vann 3-0 á Laugardalsvelli og svo 2-0 á heimavelli. Áður mættust liðin í mótsleikjum síðast í undankeppni HM 1978, undankeppni EM 1976, undankeppni HM 1974 og undankeppni HM 1958. Alltaf unnu Belgar, alls átta leiki, og þeir unnu einnig vináttulandsleik þjóðanna á heimavelli í nóvember 2014. Belgía hefur því unnið alla ellefu leiki sína við Ísland. Belgar unnu til bronsverðlauna á HM 2018 en urðu svo í 2. sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á eftir Sviss.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30