Körfubolti

Stjörnunum í NBA ráð­lagt að hætta gefa stuðnings­mönnum „fimmu“ og á­ritanir vegna veirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron mun væntanlega ekki gefa áritanir á næstunni.
LeBron mun væntanlega ekki gefa áritanir á næstunni. vísir/getty

Öll lið NBA-deildarinnar fengu sendingu frá forsvarsmönnum deildarinnar í gær þar sem þeim var ráðlagt meðal annars að sleppa gefa áhorfendum „fimmu“ og gefa eiginhandaráritanir vegna kórónaveirunnar.

Í pósti deildarinnar sendu þeir liðunum tíu tilmæli til að forðast smit vegna veirunnar sem tröllríður öllu þessa daganna.

Þar segir meðal annars að leikmenn eigi ekki að gefa stjörnum „fimmu“ og ekki við hlutum eins og pennum, boltum eða treyjum þegar áhorfendur reyna að fá áritanir frá stjörnum sínum.







Einnig segir að forsvarsmenn deildarinnar sem og læknateymi og þjálfararnir séu í reglulegu sambandi og munu taka stöðuna reglulega. Engum leikjum hefur verið frestað eða leikið fyrir luktum dyrum.

Leikmenn liðanna eru sagðir taka skilaboðunum misalvarlega. Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, sagði í samtali við fjölmiðla ekkert vera stressa sig á þessu á meðan CJ McCollum, leikstjórnandi Portland, sagðist ekki ætla gefa áritanir á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×