Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu.
Eitt lið úr hverjum riðli A-deildar, þar sem Ísland leikur, kemst í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sumarið 2021. Leikið verður í riðlakeppninni í september, október og nóvember næstkomandi haust. Svona var niðurstaðan í drættinum.
A-deild
Riðill 1: Pólland, Bosnía, Ítalía, Holland.
Riðill 2: ÍSLAND, Danmörk, Belgía, England.
Riðill 3: Króatía, Svíþjóð, Frakkland, Portúgal.
Riðill 4: Þýskaland, Úkraína, Spánn, Sviss.
Got to love #NationsLeague
— Freyr Alexandersson (@freyrale) March 3, 2020
B-deild
Riðill 1: Rúmenía, Norður-Írland, Noregur, Austurríki.
Riðill 2: Ísrael, Slóvakía, Skotland, Tékkland.
Riðill 3: Ungverjaland, Tyrkland, Serbía, Rússland.
Riðill 4: Búlgaría, Írland, Finnland, Wales.
C-deild
Riðill 1: Aserbaídsjan, Lúxemborg, Kýpur, Svartfjallaland.
Riðill 2: Armenía, Eistland, Norður-Makedónía, Georgía.
Riðill 3: Moldóva, Slóvenía, Kósóvó, Grikkland.
Riðill 4: Kasakstan, Litháen, Hvíta-Rússland, Albanía.
D-deild
Riðill 1: Malta, Andorra, Lettland, Færeyjar.
Riðill 2: San Marínó, Liechtenstein, Gíbraltar.
Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá drættinum sem og þar fyrir neðan textalýsingu Vísis.