Það er heldur rólegur dagur framundan á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 en við bjóðum þó upp á þrjár beinar útsendingar þennan mánudaginn.
Allar útsendingar dagsins eru um eða eftir kvöldmatarleytið. Við lokum umferð helgarinnar í Domino´s deild karla með leik ÍR og Þór Þorlákshöfn þar sem sæti í úrslitakeppninni er undir. Það má því reikna með hörkuleik í Hertz-hellinum í Breiðholti.
Eftir að leiknum lýkur í Breiðholti færum við okkur yfir á Suðurlandsbrautina þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir umferðina í heild sinni en af nægu var að taka.
Þá er einn leikur í enska FA bikarnum á dagskrá en C-deildarlið Portsmouth fær Arsenal í heimsókn.
Í beinni: Arsenal, Domino´s deild karla og Domino´s Körfuboltakvöld
