Aron og félagar settu met í Meistaradeild Evrópu | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 23:30 Aron og Stefán Rafn í leiknum í gær. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska stórliðinu Barcelona settu met í Meistaradeild Evrópu er liðið vann Pick Szeged með tveggja marka mun, 30-28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Var það 13. sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í röð en Pick Szeged var síðasta liðið til að landa sigri gegn ógnarsterku liði Börsunga. Í raun var ungverska liðið sterkari aðilinn framan af leik gærdagsins og stefndi í að liðið myndi stöðva ótrúlega sigurgöngu Arons og félaga. Spænsku meistararnir náðu hins vegar ótrúlegu 4-0 áhlaupi undir lok leiks sem tryggði þeim á endanum tveggja marka sigur og þar með metið en Pick Szeged skoraði ekki mark á síðustu fimm mínútum leiksins. Leikurinn var sá slakasti á leiktíðinni hjá Barcelona sóknarlega í Meistaradeild Evrópu. Liðið skoraði úr aðeins 54% skota sinna í leiknum en það dugði þó til sigurs. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en StefánRafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick Szeged. Bon dia culers! Comencem el diumenge revivint la victòria d'ahir al Palau! ¡Buenos días culés! ¡Arrancamos el domingo con el resumen del triunfo ante el @pickhandball (30-28)!#ForçaBarçapic.twitter.com/NNNM4leUsX— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 1, 2020 Barcelona sigraði A-riðil með nær fullt hús stiga eða 26 stig af 28 mögulegum eftir að hafa tapað óvænt fyrir ungverska liðinu í fyrstu umferð keppninnar. Síðan þá hefur hver sigurinn á fætur öðrum komið í hús. Sigur í riðlinum þýðir að Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á meðan Pick Szeged mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Vardar í 16-liða úrslitum.Vefsíðan Euro Handball greindi frá. A-riðill Meistaradeildarinnar er sannkallaður Íslendingariðill en Aron leikur með Barcelona. Stefán Rafn er í liði Pick-Szeged sem endaði í 3. sætinu, þar á milli er Paris Saint-Germain í 2. sæti en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með franska liðinu. Þá leika þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Álaborg sem endaði í 5. sæti riðilsins. Þá leikur Sigvaldi Guðjónsson með Elverum sem endaði í 8. og síðasta sæti A-riðils. Handbolti Tengdar fréttir Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska stórliðinu Barcelona settu met í Meistaradeild Evrópu er liðið vann Pick Szeged með tveggja marka mun, 30-28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Var það 13. sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í röð en Pick Szeged var síðasta liðið til að landa sigri gegn ógnarsterku liði Börsunga. Í raun var ungverska liðið sterkari aðilinn framan af leik gærdagsins og stefndi í að liðið myndi stöðva ótrúlega sigurgöngu Arons og félaga. Spænsku meistararnir náðu hins vegar ótrúlegu 4-0 áhlaupi undir lok leiks sem tryggði þeim á endanum tveggja marka sigur og þar með metið en Pick Szeged skoraði ekki mark á síðustu fimm mínútum leiksins. Leikurinn var sá slakasti á leiktíðinni hjá Barcelona sóknarlega í Meistaradeild Evrópu. Liðið skoraði úr aðeins 54% skota sinna í leiknum en það dugði þó til sigurs. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en StefánRafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick Szeged. Bon dia culers! Comencem el diumenge revivint la victòria d'ahir al Palau! ¡Buenos días culés! ¡Arrancamos el domingo con el resumen del triunfo ante el @pickhandball (30-28)!#ForçaBarçapic.twitter.com/NNNM4leUsX— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 1, 2020 Barcelona sigraði A-riðil með nær fullt hús stiga eða 26 stig af 28 mögulegum eftir að hafa tapað óvænt fyrir ungverska liðinu í fyrstu umferð keppninnar. Síðan þá hefur hver sigurinn á fætur öðrum komið í hús. Sigur í riðlinum þýðir að Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á meðan Pick Szeged mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Vardar í 16-liða úrslitum.Vefsíðan Euro Handball greindi frá. A-riðill Meistaradeildarinnar er sannkallaður Íslendingariðill en Aron leikur með Barcelona. Stefán Rafn er í liði Pick-Szeged sem endaði í 3. sætinu, þar á milli er Paris Saint-Germain í 2. sæti en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með franska liðinu. Þá leika þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Álaborg sem endaði í 5. sæti riðilsins. Þá leikur Sigvaldi Guðjónsson með Elverum sem endaði í 8. og síðasta sæti A-riðils.
Handbolti Tengdar fréttir Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00