Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 11:01 Prestar landsins hafa fengið tilmæli um að breyta guðsþjónustu sinni vegna COVID-19. Vísir/Vilhelm Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur biskup að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. Eins mælir biskup gegn því að safnaðarmeðlimir dýfi oblátunni í messuvínið. Þetta kemur fram í bréfi biskups til presta sem Þjóðkirkjan birti á Twitter. Þar brýnir biskup fyrir prestum að kynna sér vel leiðbeiningar landlæknis vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Ég hvet til þess að handspritt verði við kirkjudyr svo kirkjugestir geti notað það þegar þeir koma til kirkju. Prestar fylgi einnig leiðbeiningum varðandi handþvott og sprittþvott áður en þeir ganga til guðsþjónustunnar. Einnig hvet ég til þess að handaband í friðarkveðju og við kirkjudyr í lok messu verði ekki viðhaft. Það verði kynnt í messunum,“ segir í bréfinu. Eins eru það tilmæli frá biskup að farsæl lausn finnist á því vandamáli sem skapast gæti þegar messuvíni og oblátu er útdeilt í guðsþjónustunni. Ekki sé talið hætt að messugestir bergi af sama bikar eða dýfi brauðinu í vínið í kaleiknum. „Mikilvægt er síðan að hreinsa eftir notkun, kaleik, patínu og önnur áhöld sem notuð eru við altarisgönguna með sápu og sótthreinsandi efnum.“Hér má nálgast tilmæli biskups í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur biskup að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. Eins mælir biskup gegn því að safnaðarmeðlimir dýfi oblátunni í messuvínið. Þetta kemur fram í bréfi biskups til presta sem Þjóðkirkjan birti á Twitter. Þar brýnir biskup fyrir prestum að kynna sér vel leiðbeiningar landlæknis vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Ég hvet til þess að handspritt verði við kirkjudyr svo kirkjugestir geti notað það þegar þeir koma til kirkju. Prestar fylgi einnig leiðbeiningum varðandi handþvott og sprittþvott áður en þeir ganga til guðsþjónustunnar. Einnig hvet ég til þess að handaband í friðarkveðju og við kirkjudyr í lok messu verði ekki viðhaft. Það verði kynnt í messunum,“ segir í bréfinu. Eins eru það tilmæli frá biskup að farsæl lausn finnist á því vandamáli sem skapast gæti þegar messuvíni og oblátu er útdeilt í guðsþjónustunni. Ekki sé talið hætt að messugestir bergi af sama bikar eða dýfi brauðinu í vínið í kaleiknum. „Mikilvægt er síðan að hreinsa eftir notkun, kaleik, patínu og önnur áhöld sem notuð eru við altarisgönguna með sápu og sótthreinsandi efnum.“Hér má nálgast tilmæli biskups í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira