Domino’s Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á föstudagskvöldið en þetta er síðasti þátturinn í bili þar sem spekingarnir gera upp umferð í Dominos-deildunum.
Þeir ætla þó ekki í algjört frí því næsta föstudag ætla þeir að gera upp tímabilið en óvíst er hvort að það verði sett aftur af stað vegna kóronuveirunnar. Í það minnsta er búið að gera hlé á deildinni næstu fjórar vikurnar.
Að því tilefni var framlengingin í lengra lagi á föstudagskvöldið. Í fyrsta skipti í sögu þáttarins var engin flauta í framlengingunni þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir málin.
Þeir völdu mestu vonbrigðin, besta leikmanninn og margt, margt fleira en það var vel við hæfi að þeir hafi endað þáttinn á lagi Don’t Worry Be Happy í flutningi Bobby McFerrin.
Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Domino's Körfuboltakvöld: Söguleg framlenging með engri flautu
Tengdar fréttir

Eldræða Benedikts: „Afhverju ættu menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“
Benedikt Guðmundsson, einn spekinga Domino's Körfuboltakvölds, hélt ræðu um Fjölni í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu.