Ingi um Brynjar: Einhver tími í að hann verði með Ísak Hallmundarson skrifar 12. mars 2020 21:36 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR. vísir/daníel KR vann mikilvægan sigur á Val í Dominos-deild karla í kvöld, 90-81. Leikið var í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Sigurinn tryggir KR 4. sæti í deildinni og á liðið enn möguleika á að ná 3. sætinu. „Í raun og veru var ég ekkert rosalega ánægður með spilamennskuna svona í heild. Við vorum mjög kaflaskiptir, áttum kafla sem dugðu til að ná einhverri forystu en svo fannst mér við slaka of mikið á. Áður en leikurinn byrjaði fannst mér andrúmsloftið vera þannig að allir voru einhvernveginn sultuslakir, bæði lið, enginn í salnum og við duttum í að vera ánægðir með að vera komnir 9-10 stigum yfir,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, í viðtali eftir leik. „Þeir náðu alltaf að minnka muninn jafnt og þétt með körfum sem mér fannst óþarfi fyrir okkur, það var kannski ekki nógu mikill fókus. Við vorum að fá gott framlag sóknarlega séð, Jakob var frábær og Jón og það voru nokkrir ágætir en mér fannst liðið í heild geta gert betur.“ Í dag bárust þau tíðindi að mörgum körfuboltadeildum um allan heim hafi verið frestað vegna Kórónuveirunnar. Ingi telur það mögulega hafa sett mark sitt á leikinn í dag. „Ég held að leikmenn hafi alveg verið með það í kollinum að þeir áttu allt eins von á því að þessum leik yrði frestað eða flautaður af. Fókusinn kannski ekki á réttum stað en við gerðum nóg til þess að vinna þetta og ég er mjög ánægður með að við náðum að tryggja okkur fjórða sætið með sigri hérna í dag og setjum pressu á Tindastól í þriðja sætinu. Það er Þór Akureyri eftir viku og við þurfum að vera mjög einbeittir til að klára það, við töpuðum fyrir þeim síðast,“ sagði Ingi. KR-liðið hefur núna unnið fjóra leiki í röð og á möguleika á að enda tímabilið á fimmta sigrinum í röð í næstu viku. Ingi segir mikilvægt að enda deildartímabilið á góðum nótum. „Það er mjög mikilvægt að binda saman sigra, við erum búnir að ná mjög góðum sigrum á móti sterkum liðum en höfum ekki verið að gera vel á móti liðum á botni deildarinnar. Það er áskorun fyrir okkur að mæta gíraðir næsta fimmtudag og nota vikuna vel og klára deildarkeppnina með stæl. Ég trúi því að við fáum þriðja sætið.“ Eins og áður sagði hefur Kórónuveiran haft mikil áhrif á körfuboltaheiminn í dag og umræður uppi um hvort eða hvenær þurfi að gera hlé á keppni í íslenska körfuboltanum. Ingi lætur það ekki á sig fá. „Það er mikið af sérfræðingum sem vita þetta allt saman en við þurfum bara að hlusta á þá sem að stjórna þessu og ég veit að íþróttahreyfingin er í góðu samstarfi og munu taka hárrétta ákvörðun sama hver hún verður. Á meðan við vitum að það er leikur næsta fimmtudag þá erum við á fullu að undirbúa okkur fyrir það.‘‘ ,,Um leið og við vitum að það er ekki leikur þurfum við að breyta aðeins prógramminu og fara eftir því sem er gert en við getum ekki farið að lifa í einhverri óvissu og setja allt í loft upp áður en það er búið að ákveða neitt. Okkar stefna er bara að jafna okkur eftir þennan leik og keyra okkur upp fyrir Þór Ak. í næstu umferð,“ sagði Ingi um ástandið í dag. Ingi var einnig spurður út í mál Brynjars Þórs sem hefur ekki spilað með KR í síðustu tveimur leikjum, en hann gaf út yfirlýsingu fyrir viku um að hann myndi ekki taka þátt vegna smithættu. „Hann mun koma til baka en hann var ekki með í dag og það er einhver tími í það en við bíðum spenntir eftir að fá hann til baka, hann er mikilvægur hlekkur í okkar liði og á eftir að styrkja okkur eins og hann er búinn að vera að spila eftir áramót. Búinn að vera frábær eftir áramót og hann kemur sterkur inn úr þessu verkefni sem hann er í,“ sagði Ingi að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pavel: Spilað því einhver skrifstofa í Kópavogi er ekki búin að segja neitt Pavel Ermolinski, leikmaður Vals í Dominos-deild karla, virðist ekki vera hrifinn af því að Dominos-deildin haldi áfram vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 18:15 Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 79-77 | KR hefndi fyrir ófarirnar í Garðabænum KR vann tveggja stiga sigur á Stjörnunni í DHL-Höllinni í Vesturbænum í gríðar spennandi leik í Domino´s deild karla í kvöld. KR var án tveggja lykilmanna í leiknum og átti harma að hefna frá fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann með 43 stiga mun í Garðabænum. 6. mars 2020 22:15 Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. 6. mars 2020 15:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
KR vann mikilvægan sigur á Val í Dominos-deild karla í kvöld, 90-81. Leikið var í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Sigurinn tryggir KR 4. sæti í deildinni og á liðið enn möguleika á að ná 3. sætinu. „Í raun og veru var ég ekkert rosalega ánægður með spilamennskuna svona í heild. Við vorum mjög kaflaskiptir, áttum kafla sem dugðu til að ná einhverri forystu en svo fannst mér við slaka of mikið á. Áður en leikurinn byrjaði fannst mér andrúmsloftið vera þannig að allir voru einhvernveginn sultuslakir, bæði lið, enginn í salnum og við duttum í að vera ánægðir með að vera komnir 9-10 stigum yfir,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, í viðtali eftir leik. „Þeir náðu alltaf að minnka muninn jafnt og þétt með körfum sem mér fannst óþarfi fyrir okkur, það var kannski ekki nógu mikill fókus. Við vorum að fá gott framlag sóknarlega séð, Jakob var frábær og Jón og það voru nokkrir ágætir en mér fannst liðið í heild geta gert betur.“ Í dag bárust þau tíðindi að mörgum körfuboltadeildum um allan heim hafi verið frestað vegna Kórónuveirunnar. Ingi telur það mögulega hafa sett mark sitt á leikinn í dag. „Ég held að leikmenn hafi alveg verið með það í kollinum að þeir áttu allt eins von á því að þessum leik yrði frestað eða flautaður af. Fókusinn kannski ekki á réttum stað en við gerðum nóg til þess að vinna þetta og ég er mjög ánægður með að við náðum að tryggja okkur fjórða sætið með sigri hérna í dag og setjum pressu á Tindastól í þriðja sætinu. Það er Þór Akureyri eftir viku og við þurfum að vera mjög einbeittir til að klára það, við töpuðum fyrir þeim síðast,“ sagði Ingi. KR-liðið hefur núna unnið fjóra leiki í röð og á möguleika á að enda tímabilið á fimmta sigrinum í röð í næstu viku. Ingi segir mikilvægt að enda deildartímabilið á góðum nótum. „Það er mjög mikilvægt að binda saman sigra, við erum búnir að ná mjög góðum sigrum á móti sterkum liðum en höfum ekki verið að gera vel á móti liðum á botni deildarinnar. Það er áskorun fyrir okkur að mæta gíraðir næsta fimmtudag og nota vikuna vel og klára deildarkeppnina með stæl. Ég trúi því að við fáum þriðja sætið.“ Eins og áður sagði hefur Kórónuveiran haft mikil áhrif á körfuboltaheiminn í dag og umræður uppi um hvort eða hvenær þurfi að gera hlé á keppni í íslenska körfuboltanum. Ingi lætur það ekki á sig fá. „Það er mikið af sérfræðingum sem vita þetta allt saman en við þurfum bara að hlusta á þá sem að stjórna þessu og ég veit að íþróttahreyfingin er í góðu samstarfi og munu taka hárrétta ákvörðun sama hver hún verður. Á meðan við vitum að það er leikur næsta fimmtudag þá erum við á fullu að undirbúa okkur fyrir það.‘‘ ,,Um leið og við vitum að það er ekki leikur þurfum við að breyta aðeins prógramminu og fara eftir því sem er gert en við getum ekki farið að lifa í einhverri óvissu og setja allt í loft upp áður en það er búið að ákveða neitt. Okkar stefna er bara að jafna okkur eftir þennan leik og keyra okkur upp fyrir Þór Ak. í næstu umferð,“ sagði Ingi um ástandið í dag. Ingi var einnig spurður út í mál Brynjars Þórs sem hefur ekki spilað með KR í síðustu tveimur leikjum, en hann gaf út yfirlýsingu fyrir viku um að hann myndi ekki taka þátt vegna smithættu. „Hann mun koma til baka en hann var ekki með í dag og það er einhver tími í það en við bíðum spenntir eftir að fá hann til baka, hann er mikilvægur hlekkur í okkar liði og á eftir að styrkja okkur eins og hann er búinn að vera að spila eftir áramót. Búinn að vera frábær eftir áramót og hann kemur sterkur inn úr þessu verkefni sem hann er í,“ sagði Ingi að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pavel: Spilað því einhver skrifstofa í Kópavogi er ekki búin að segja neitt Pavel Ermolinski, leikmaður Vals í Dominos-deild karla, virðist ekki vera hrifinn af því að Dominos-deildin haldi áfram vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 18:15 Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 79-77 | KR hefndi fyrir ófarirnar í Garðabænum KR vann tveggja stiga sigur á Stjörnunni í DHL-Höllinni í Vesturbænum í gríðar spennandi leik í Domino´s deild karla í kvöld. KR var án tveggja lykilmanna í leiknum og átti harma að hefna frá fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann með 43 stiga mun í Garðabænum. 6. mars 2020 22:15 Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. 6. mars 2020 15:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
Pavel: Spilað því einhver skrifstofa í Kópavogi er ekki búin að segja neitt Pavel Ermolinski, leikmaður Vals í Dominos-deild karla, virðist ekki vera hrifinn af því að Dominos-deildin haldi áfram vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 18:15
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 79-77 | KR hefndi fyrir ófarirnar í Garðabænum KR vann tveggja stiga sigur á Stjörnunni í DHL-Höllinni í Vesturbænum í gríðar spennandi leik í Domino´s deild karla í kvöld. KR var án tveggja lykilmanna í leiknum og átti harma að hefna frá fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann með 43 stiga mun í Garðabænum. 6. mars 2020 22:15
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00
Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00
Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. 6. mars 2020 15:00
Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15