Ekkert áhorfendabann á Íslandi en fleiri fundir framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 08:00 Frá fundinum í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir málin með fulltrúum sérsambanda. Mynd/Heimasíða Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og sérsamböndin vinna náið með heilbrigðisyfirvöldum í baráttunni við Covid-19 veiruna og héldu stóran fund í gær en niðurstöður hans koma fram á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ítalir hafa bannað alla íþróttaviðburði hjá sér í mánuð, það er áhofendabann í Danmörk og fleiri Evrópulönd hafa sett fjöldatakmarkanir á viðburði. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið mjög fast á málum hér á landi eftir að upp komu mörg smit en það er ekki enn komið að því að fylgja fordæmi Dana.Það var skrýtið að sjá stórleik í ítölsku deildinni fara fram fyrir luktum dyrum. Þessi mynd er tekin skömmu fyrir leik Juventus og Inter.Getty/Filippo AlferoÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins. Þórólfur Guðnason greindi frá því að náið er fylgst með upplýsingum sem berast erlendis frá og embættið er í samstarfi við önnur lönd. „Þá er fylgst grannt með þróun og útbreiðslu hér á landi. Þó að búið sé að lýsa yfir neyðarstigi á Íslandi þá hefur ekki verið gripið til þess úrræðis að banna samkomur. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þar kemur líka fram að fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ hafa komið sér upp samráðsvettvangi sem mun funda reglulega og fylgjast með framvindu mála. Einnig er fyrirhugað að funda með fulltrúum almannavarna með reglubundnum hætti. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Sjá meira
Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og sérsamböndin vinna náið með heilbrigðisyfirvöldum í baráttunni við Covid-19 veiruna og héldu stóran fund í gær en niðurstöður hans koma fram á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ítalir hafa bannað alla íþróttaviðburði hjá sér í mánuð, það er áhofendabann í Danmörk og fleiri Evrópulönd hafa sett fjöldatakmarkanir á viðburði. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið mjög fast á málum hér á landi eftir að upp komu mörg smit en það er ekki enn komið að því að fylgja fordæmi Dana.Það var skrýtið að sjá stórleik í ítölsku deildinni fara fram fyrir luktum dyrum. Þessi mynd er tekin skömmu fyrir leik Juventus og Inter.Getty/Filippo AlferoÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins. Þórólfur Guðnason greindi frá því að náið er fylgst með upplýsingum sem berast erlendis frá og embættið er í samstarfi við önnur lönd. „Þá er fylgst grannt með þróun og útbreiðslu hér á landi. Þó að búið sé að lýsa yfir neyðarstigi á Íslandi þá hefur ekki verið gripið til þess úrræðis að banna samkomur. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þar kemur líka fram að fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ hafa komið sér upp samráðsvettvangi sem mun funda reglulega og fylgjast með framvindu mála. Einnig er fyrirhugað að funda með fulltrúum almannavarna með reglubundnum hætti.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Sjá meira