Ferðamenn á Suðurlandi horfnir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2020 11:00 Ferðamönnum í Vík fækkaði stórlega á einungis Vísir/Stöð 2 Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira