Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og siðferði fjárfestinga Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. ágúst 2020 12:30 Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Vinnumarkaður Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun