TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 11:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti TikTok-bannið í síðasta mánuði en það hefur verið harðlega gagnrýnt af eigendum og notendum forritsins. Getty/Nikolas Kokovlis Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. Taki bannið gildi verður forritið óaðgengilegt í Bandaríkjunum um miðjan september. Með banninu er bandarískum fyrirtækjum óheimilt að stunda viðskipti við eiganda TikTok, ByteDance, og verður forritið einnig óaðgengilegt í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Washington segja ógn stafa af forritinu og halda því fram að það safni upplýsingum um notendur forritsins sem séu svo sendar til kínverskra yfirvalda. ByteDance neitar þeim ásökunum. Um 80 Bandaríkjamenn nota forritið reglulega og er stór hluti þeirra ungt fólk eða unglingar. Stjórnendur TikTok segjast hafa reynt að eiga í viðræðum við ríkisstjórn Trump í nærri eitt ár en segjast hafa rekist á ýmsar hindranir. Ferlið hafi tekið langan tíma og yfirvöld „hundsi staðreyndir.“ Málaferli hefjast í vikunni samkvæmt fréttaflutningi breska ríkisútvarpsins. Þá höfðaði hópur kínverskra Bandaríkjamanna mál gegn ríkisstjórn Trump vegna banns á snjallforritinu WeChat, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Tencent. Trump hefur haldið því fram að forritið geti fylgst með staðsetningu ríkisstarfsmanna, safnað upplýsingum sem hægt sé að nota til kúgunar og njósnað um fyrirtæki. Þá segir hann fjölgun smáforrita sem eru þróuð af og í eigu kínverskra fyrirtækja „ógni þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og efnahag Bandaríkjanna.“ Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína TikTok Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. Taki bannið gildi verður forritið óaðgengilegt í Bandaríkjunum um miðjan september. Með banninu er bandarískum fyrirtækjum óheimilt að stunda viðskipti við eiganda TikTok, ByteDance, og verður forritið einnig óaðgengilegt í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Washington segja ógn stafa af forritinu og halda því fram að það safni upplýsingum um notendur forritsins sem séu svo sendar til kínverskra yfirvalda. ByteDance neitar þeim ásökunum. Um 80 Bandaríkjamenn nota forritið reglulega og er stór hluti þeirra ungt fólk eða unglingar. Stjórnendur TikTok segjast hafa reynt að eiga í viðræðum við ríkisstjórn Trump í nærri eitt ár en segjast hafa rekist á ýmsar hindranir. Ferlið hafi tekið langan tíma og yfirvöld „hundsi staðreyndir.“ Málaferli hefjast í vikunni samkvæmt fréttaflutningi breska ríkisútvarpsins. Þá höfðaði hópur kínverskra Bandaríkjamanna mál gegn ríkisstjórn Trump vegna banns á snjallforritinu WeChat, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Tencent. Trump hefur haldið því fram að forritið geti fylgst með staðsetningu ríkisstarfsmanna, safnað upplýsingum sem hægt sé að nota til kúgunar og njósnað um fyrirtæki. Þá segir hann fjölgun smáforrita sem eru þróuð af og í eigu kínverskra fyrirtækja „ógni þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og efnahag Bandaríkjanna.“
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína TikTok Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39
Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12