Merkilegt að þurfa að „ýta við fólki reglulega“ Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 10:01 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“ Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira