Merkilegt að þurfa að „ýta við fólki reglulega“ Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 10:01 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“ Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira