Notar barnið þitt skólatöskuna rétt? Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands skrifar 24. ágúst 2020 10:15 Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins. Ranglega stillt eða of þung skólataska getur valdið ýmsum álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Mikilvægt er að hafa í huga að börn beri ekki meiri byrði en 10% af eigin líkamsþyngd. Hér að neðan eru ráðleggingar iðjuþjálfa um hvernig best sé að velja, raða í og stilla skólatösku: Að velja og stilla skólatösku: Taskan þarf að vera í réttri stærð miðað við bak barnsins - ekki breiðari en efra bak né heldur má hún ná niður fyrir mjóbak. Mikilvægt er að axlarólar séu bólstraðar og með smellu yfir bringu. Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þannig að taskan liggi þétt að baki. Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, hún dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. Að raða í skólatösku: Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna til að koma í veg fyrir álagseinkenni og stoðkerfisverki. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki. Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. Farið daglega yfir það sem þarf að vera í töskunni, einungis ætti að bera það nauðsynlegasta. Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands vinnur að útgáfu bæklings með ráðlegginum um skólatöskur og hefur verkefnið hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði. Höfundar skipa fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Rannveig Reynisdóttir, Evelin Fischer, Arnþrúður Eik Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins. Ranglega stillt eða of þung skólataska getur valdið ýmsum álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Mikilvægt er að hafa í huga að börn beri ekki meiri byrði en 10% af eigin líkamsþyngd. Hér að neðan eru ráðleggingar iðjuþjálfa um hvernig best sé að velja, raða í og stilla skólatösku: Að velja og stilla skólatösku: Taskan þarf að vera í réttri stærð miðað við bak barnsins - ekki breiðari en efra bak né heldur má hún ná niður fyrir mjóbak. Mikilvægt er að axlarólar séu bólstraðar og með smellu yfir bringu. Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þannig að taskan liggi þétt að baki. Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, hún dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. Að raða í skólatösku: Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna til að koma í veg fyrir álagseinkenni og stoðkerfisverki. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki. Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. Farið daglega yfir það sem þarf að vera í töskunni, einungis ætti að bera það nauðsynlegasta. Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands vinnur að útgáfu bæklings með ráðlegginum um skólatöskur og hefur verkefnið hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði. Höfundar skipa fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Rannveig Reynisdóttir, Evelin Fischer, Arnþrúður Eik Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar