Mun friðhelgi einkalífs kosta meira í framtíðinni? Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Betri og hagkvæmari þjónusta á kostnað friðhelgi einkalífs Góð og hagkvæm þjónusta fyrirtækja grundvallast á persónulegri þjónustu. Til þess að persónuleg þjónusta verði sem best þurfa fyrirtæki að þekkja viðskiptavininn vel, og helst betur en keppinautar þess. Þekking á viðskiptavinum byggir í raun á þeim gögnum sem þeir láta af hendi. Þeim ítarlegri sem gögnin eru, þeim mun auðveldara er að skilja þarfir þeirra og þar með selja þeim betri þjónustu. Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu. Í þessu samhengi má einnig velta því fyrir sér hversu langt sum tryggingafélög ætli inn á friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit þeirra með akstri viðskiptavina er fjarri því að vera það eina sem þau hafa í hyggju að fylgjast með. Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum. Kostar það okkur eitthvað annað að vera undir eftirliti? Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með. Eftirlit tryggingafélaga með akstri ökumanna mun án nokkurs vafa hafa áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Ekki verður um það deilt að í sumum tilfellum kann það að vera til góðs, svo sem með fækkun umferðarslysa. Ekki verður þó heldur um það deilt að það mun setja pressu á ökumenn um að haga sér innan þess ramma sem samþykktur hefur verið. Þeir munu jafnframt velta því fyrir sér hvort tryggingafélagið hafi tekið eftir því þegar þeir fara út fyrir rammann. Hið sama á við um alla þá sem kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem fyrir fram samþykkt hegðun er hluti af kaupi og kjörum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Persónuvernd Neytendur Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Betri og hagkvæmari þjónusta á kostnað friðhelgi einkalífs Góð og hagkvæm þjónusta fyrirtækja grundvallast á persónulegri þjónustu. Til þess að persónuleg þjónusta verði sem best þurfa fyrirtæki að þekkja viðskiptavininn vel, og helst betur en keppinautar þess. Þekking á viðskiptavinum byggir í raun á þeim gögnum sem þeir láta af hendi. Þeim ítarlegri sem gögnin eru, þeim mun auðveldara er að skilja þarfir þeirra og þar með selja þeim betri þjónustu. Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu. Í þessu samhengi má einnig velta því fyrir sér hversu langt sum tryggingafélög ætli inn á friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit þeirra með akstri viðskiptavina er fjarri því að vera það eina sem þau hafa í hyggju að fylgjast með. Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum. Kostar það okkur eitthvað annað að vera undir eftirliti? Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með. Eftirlit tryggingafélaga með akstri ökumanna mun án nokkurs vafa hafa áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Ekki verður um það deilt að í sumum tilfellum kann það að vera til góðs, svo sem með fækkun umferðarslysa. Ekki verður þó heldur um það deilt að það mun setja pressu á ökumenn um að haga sér innan þess ramma sem samþykktur hefur verið. Þeir munu jafnframt velta því fyrir sér hvort tryggingafélagið hafi tekið eftir því þegar þeir fara út fyrir rammann. Hið sama á við um alla þá sem kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem fyrir fram samþykkt hegðun er hluti af kaupi og kjörum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun