Sautjánfaldur Íslandsmeistari í badminton ráðinn landsliðsþjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 12:00 Helgi Johannesson er nýr landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/Badmintonsamband Íslands Badmintonsamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara og þar á ferðinni einn sigursælasti badmintonspilari Íslands. Helgi Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í badminton. Hann tekur við starfinu af Tinnu Helgadóttur og mun Helgi hefja störf 1. september næstkomandi. Helgi hefur verið í Afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambandsins síðustu ár og einnig hefur Helgi verið í stjórn sambandsins síðustu fjögur ár en mun nú fara úr stjórn til þess að taka við starfi landsliðsþjálfara. Helgi á að baki mjög farsælan feril sem leikmaður en hann lék 67 A-landsleiki fyrir Ísland. Helgi er líka sautjánfaldur Íslandsmeistari í badminton þar af fimm sinnum í einliðaleik og tíu sinnum í tvíliðaleik. „Þetta er krefjandi en jafnframt spennandi og skemmtilegt verkefni. Ég er að taka við góðu búi frá Tinnu Helgadóttur og er það nú hlutverk mitt að halda því starfi áfram og jafnframt byggja ofan á það,“ segir Helgi Jóhannesson í fréttatilkynningu frá Badmintonsambandi Íslands. „Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á landsliðsstarfinu í kjölfar aukins fjármagns úr Afrekssjóði ÍSÍ sem hefur nýst landsliðs- og afreksstarfi sambandsins mjög vel. Við erum að sjá að okkar bestu leikmenn eru farnir að fara meira út að keppa auk þess sem ungir leikmenn eru einnig farnir að fara meira erlendis til þess að taka þátt í alþjóðlegum mótum sem er gríðarlega mikilvægt til þess að öðlast reynslu. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og tel framtíðina bjarta í íslensku badmintoni,“ segir Helgi Jóhannesson Helgi hefur lokið BWF / BEC Level 1 þjálfaramenntun auk þess sem hann hefur sótt námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar. Helgi starfaði sem unglingalandsliðsþjálfari á tímabilinu 2014-2015 og sem aðstoðarlandsliðsþjálfari á tímabilinu 2015-2016. Badminton Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira
Badmintonsamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara og þar á ferðinni einn sigursælasti badmintonspilari Íslands. Helgi Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í badminton. Hann tekur við starfinu af Tinnu Helgadóttur og mun Helgi hefja störf 1. september næstkomandi. Helgi hefur verið í Afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambandsins síðustu ár og einnig hefur Helgi verið í stjórn sambandsins síðustu fjögur ár en mun nú fara úr stjórn til þess að taka við starfi landsliðsþjálfara. Helgi á að baki mjög farsælan feril sem leikmaður en hann lék 67 A-landsleiki fyrir Ísland. Helgi er líka sautjánfaldur Íslandsmeistari í badminton þar af fimm sinnum í einliðaleik og tíu sinnum í tvíliðaleik. „Þetta er krefjandi en jafnframt spennandi og skemmtilegt verkefni. Ég er að taka við góðu búi frá Tinnu Helgadóttur og er það nú hlutverk mitt að halda því starfi áfram og jafnframt byggja ofan á það,“ segir Helgi Jóhannesson í fréttatilkynningu frá Badmintonsambandi Íslands. „Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á landsliðsstarfinu í kjölfar aukins fjármagns úr Afrekssjóði ÍSÍ sem hefur nýst landsliðs- og afreksstarfi sambandsins mjög vel. Við erum að sjá að okkar bestu leikmenn eru farnir að fara meira út að keppa auk þess sem ungir leikmenn eru einnig farnir að fara meira erlendis til þess að taka þátt í alþjóðlegum mótum sem er gríðarlega mikilvægt til þess að öðlast reynslu. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og tel framtíðina bjarta í íslensku badmintoni,“ segir Helgi Jóhannesson Helgi hefur lokið BWF / BEC Level 1 þjálfaramenntun auk þess sem hann hefur sótt námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar. Helgi starfaði sem unglingalandsliðsþjálfari á tímabilinu 2014-2015 og sem aðstoðarlandsliðsþjálfari á tímabilinu 2015-2016.
Badminton Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira