Innanlandssmitin öll af sama stofni Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. ágúst 2020 20:36 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Vísir/Sigurjón 233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04