Rétt húsnæði á réttum stað á réttum tíma Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:00 Skömmu áður en að kórónuveiran skall á landsmenn af fullum þunga voru blikur á lofti á fasteignamarkaði samkvæmt íbúðatalningu Samtaka Iðnaðarins (SI). Talningin, sem fór síðast fram í mars síðastliðnum, bendir til verulegs samdráttar á íbúðum í byggingu, einkum og sér í lagi á fyrstu byggingarstigum eða um 42%. Leita þarf aftur til áranna 2011-2012 til að finna viðlíka samdrátt í íbúðabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegum mánaðarskýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur jafnframt fram að meðalsölutími nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að lengjast og að á meðal nýrra íbúða hefur íbúðum sem seljast á yfirverði fækkað hlutfallslega og íbúðum á undirverði fjölgað. Af þessu má í einföldu máli draga nokkrar ályktanir. Það er yfirvofandi skortur á fasteignamarkaði sem á árunum 2023-2026 gæti líkst skortinum sem var uppi á árunum 2016-2017. Skorturinn gæti leitt til verðhækkana sem koma verst við viðkvæmustu hópa samfélagsins á tímum mikilla efnahagsþrenginga. Þá er einnig ljóst að nýjar íbúðir eru ekki að svara kalli markaðarins ef marka má gögn um sölutíma og söluverð. Með öðrum orðum: Það er ekki verið að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stað á réttum tíma. Samstíga um lausnir Á síðustu árum hafa margir spurt sig hvað sé til ráða og ljóst er að vandinn er margslunginn og lausnirnar þar af leiðandi líka. Það góða við stöðuna er að ekki virðist vera mikill ágreiningur um hvaða skref þarf að stíga til að ráðast að rót vandans. Ein af lykillausnunum í þeim efnum er aukin yfirsýn sem byggir á rauntímaupplýsingum. Mikilvægt skref í þá átt var stigið með sameiningu hluta Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í HMS en á meðal verkefna HMS er rafræn byggingargátt sem miklar vonir eru bundnar við. Þá er einnig rétt að nefna Byggingavettvanginn en hann er samráðsvettvangur hagaðila í byggingariðnaði hvers hlutverk er er að „tryggja og efla samtal lykilaðila, stuðla að meiri samhæfingu greinarinnar og betra samstarfi auk þess að auka nýsköpun, rannsóknir og þróun” líkt og fram kemur á heimasíðu verkefnisins. Spennandi breytingar Að Byggingavettvanginum standa SI, HMS, Framkvæmdasýsla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð, Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Skipulagsstofnun en forystufólk þessara stofnana og samtaka eru á meðal þeirra sem hafa verið leiðandi í umræðunni um nauðsynlegar úrbætur á sviði skipulags- og byggingarmála. Ýmsar tillögur að lausnum hafa litið dagsins ljós að undanförnu og felast margar af þeim í stafrænni þróun og ýmiskonar tæknilausnum á borð við rafrænu byggingargáttina. Skipurit hafa tekið breytingum af þessum sökum og hefur SÍS til að mynda ráðið í starf breytingastjóra stafrænnar þjónustu og í nýlegu skipuriti Skipulagstofnunar varð til nýtt starf forstöðumanns nýsköpunar og þróunar. Nú í ágúst birtist síðan skýrsla starfshóps til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál þar sem m.a. er lögð rík áhersla á rafræna stjórnsýslu og stafrænar lausnir. Allt er þetta mjög til bóta og spennandi breytingar í farvatninu. Betur má ef duga skal Margir myndu halda að rauntímatölur- og gögn um skipulags- og byggingariðnaðinn væru á reiðum höndum og öllum aðgengilegar á upplýsingaöld. Svo er hinsvegar ekki og afleiðingarnar hafa löngum leitt til óþarfa sveiflna sem hafa áhrif á lífsgæði almennings og alla þá 14.000 einstaklinga sem starfa við mannvirkjagerð á Íslandi. Hægt en örugglega eru hinsvegar að verða til innviðir í kerfinu í formi nýrra starfa og samstarfsvettvanga sem miða að því að skapa og nýta stafrænar lausnir sem eru sannarlega innan seilingar (e. low hanging fruits) og til þess fallnar að veita áður óþekkta og nauðsynlega yfirsýn yfir þetta mikilvæga svið. Betur má hinsvegar ef duga skal í ljósi ofangreindra upplýsinga og ekki seinna vænna að byrja að smyrja stafrænu hjólin í samstarfi við einkaaðila til að húsnæðisskortur bætist ekki við ófyrirséðar afleiðingar kórónuveirufaraldursins á komandi árum. Nýtum okkur tæknina til að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stöðum á réttum tíma. Til þess er hún. Höfundur er skipulagsfræðingur og stofnandi Planitor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skömmu áður en að kórónuveiran skall á landsmenn af fullum þunga voru blikur á lofti á fasteignamarkaði samkvæmt íbúðatalningu Samtaka Iðnaðarins (SI). Talningin, sem fór síðast fram í mars síðastliðnum, bendir til verulegs samdráttar á íbúðum í byggingu, einkum og sér í lagi á fyrstu byggingarstigum eða um 42%. Leita þarf aftur til áranna 2011-2012 til að finna viðlíka samdrátt í íbúðabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegum mánaðarskýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur jafnframt fram að meðalsölutími nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að lengjast og að á meðal nýrra íbúða hefur íbúðum sem seljast á yfirverði fækkað hlutfallslega og íbúðum á undirverði fjölgað. Af þessu má í einföldu máli draga nokkrar ályktanir. Það er yfirvofandi skortur á fasteignamarkaði sem á árunum 2023-2026 gæti líkst skortinum sem var uppi á árunum 2016-2017. Skorturinn gæti leitt til verðhækkana sem koma verst við viðkvæmustu hópa samfélagsins á tímum mikilla efnahagsþrenginga. Þá er einnig ljóst að nýjar íbúðir eru ekki að svara kalli markaðarins ef marka má gögn um sölutíma og söluverð. Með öðrum orðum: Það er ekki verið að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stað á réttum tíma. Samstíga um lausnir Á síðustu árum hafa margir spurt sig hvað sé til ráða og ljóst er að vandinn er margslunginn og lausnirnar þar af leiðandi líka. Það góða við stöðuna er að ekki virðist vera mikill ágreiningur um hvaða skref þarf að stíga til að ráðast að rót vandans. Ein af lykillausnunum í þeim efnum er aukin yfirsýn sem byggir á rauntímaupplýsingum. Mikilvægt skref í þá átt var stigið með sameiningu hluta Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í HMS en á meðal verkefna HMS er rafræn byggingargátt sem miklar vonir eru bundnar við. Þá er einnig rétt að nefna Byggingavettvanginn en hann er samráðsvettvangur hagaðila í byggingariðnaði hvers hlutverk er er að „tryggja og efla samtal lykilaðila, stuðla að meiri samhæfingu greinarinnar og betra samstarfi auk þess að auka nýsköpun, rannsóknir og þróun” líkt og fram kemur á heimasíðu verkefnisins. Spennandi breytingar Að Byggingavettvanginum standa SI, HMS, Framkvæmdasýsla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð, Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Skipulagsstofnun en forystufólk þessara stofnana og samtaka eru á meðal þeirra sem hafa verið leiðandi í umræðunni um nauðsynlegar úrbætur á sviði skipulags- og byggingarmála. Ýmsar tillögur að lausnum hafa litið dagsins ljós að undanförnu og felast margar af þeim í stafrænni þróun og ýmiskonar tæknilausnum á borð við rafrænu byggingargáttina. Skipurit hafa tekið breytingum af þessum sökum og hefur SÍS til að mynda ráðið í starf breytingastjóra stafrænnar þjónustu og í nýlegu skipuriti Skipulagstofnunar varð til nýtt starf forstöðumanns nýsköpunar og þróunar. Nú í ágúst birtist síðan skýrsla starfshóps til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál þar sem m.a. er lögð rík áhersla á rafræna stjórnsýslu og stafrænar lausnir. Allt er þetta mjög til bóta og spennandi breytingar í farvatninu. Betur má ef duga skal Margir myndu halda að rauntímatölur- og gögn um skipulags- og byggingariðnaðinn væru á reiðum höndum og öllum aðgengilegar á upplýsingaöld. Svo er hinsvegar ekki og afleiðingarnar hafa löngum leitt til óþarfa sveiflna sem hafa áhrif á lífsgæði almennings og alla þá 14.000 einstaklinga sem starfa við mannvirkjagerð á Íslandi. Hægt en örugglega eru hinsvegar að verða til innviðir í kerfinu í formi nýrra starfa og samstarfsvettvanga sem miða að því að skapa og nýta stafrænar lausnir sem eru sannarlega innan seilingar (e. low hanging fruits) og til þess fallnar að veita áður óþekkta og nauðsynlega yfirsýn yfir þetta mikilvæga svið. Betur má hinsvegar ef duga skal í ljósi ofangreindra upplýsinga og ekki seinna vænna að byrja að smyrja stafrænu hjólin í samstarfi við einkaaðila til að húsnæðisskortur bætist ekki við ófyrirséðar afleiðingar kórónuveirufaraldursins á komandi árum. Nýtum okkur tæknina til að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stöðum á réttum tíma. Til þess er hún. Höfundur er skipulagsfræðingur og stofnandi Planitor
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun