Bein útsending: Verðlaunaafhending Gagnaþons fyrir umhverfið Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Nýsköpunarkeppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða afhent í nýsköpunarkeppninni Gagnaþon fyrir umhverfið klukkan 13 í dag, en keppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða veitt fyrir bestu verkefnin í þremur flokkum – fyrir bestu hugmyndina, bestu endurbættu lausnina og svo besta gagnaverkefnið. Verðlaunin veita Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, en hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan. „Vinningsteymi besta gagnaverkefnisins hlýtur 750.000 kr. í sigurlaun, besta endurbætta lausnin 450.000 kr. og vinningsteymi bestu hugmyndarinnar hlýtur 200.000 kr. Keppnin gekk út á nýskapandi hugmyndir sem nýst gætu umhverfinu. Dæmi um lausnir sem urðu til eða voru bættar í keppninni eru kolefnisreiknir sem tengdur er heimabanka, bót á matvælasóun, svifryksspá og plastumbúðir úr iðnaðarhampi annars vegar og þörungum hins vegar. Samtals skráðu hátt í 200 keppendur sig til leiks, en 17 teymi skiluðu inn gildum lausnum 19. ágúst síðastliðinn. Vegna samfélagsaðstæðna fór gagnaþonið fram stafrænt og sóttu þáttakendur því vinnusmiðjur og fengu leiðsögn frá leiðbeinendum á þann máta,“ segir í tilkynningu. Þær lausnir sem keppa um fyrstu verðlaun í hverjum flokki eru eftirfarandi: Besta hugmyndin Hemp Pack Lífplast (e. bioplastics) úr iðnaðarhampi Hjólað fyrir umhverfið Farsímaapp sem heldur utan um sparað kolefnisspor og hvetur til hjólreiða. MAREA Lífplast í stað einnota plasts með það að markmiði að ráða bót á þeirri mengun sem stafar af notkun einnota plasts á Íslandi. Towards A Better Future Miðar að því að draga úr losun mengandi efna með mismunandi hætti. Endurbætt lausn &L Hagnýtari kolefnisreiknivél Eno Hagnýtari lausn til að lesa opinber gögn í Excel GreenBytes Dregur úr matasóun veitingastaða með því að nota gervigreind og veðurstofugögn Meniga Carbon Index Kolefnisstuðull sem gerir fólki kleift að fá upplýsingar um kolefnisspor sitt, tengt sinni neyslu. Svifryksspá Tvinnar saman veðurathugunargögn og svifryksgögn til að að spá fyrir um svifryk í lofti fyrir komandi daga. Besta gagnaverkefnið Flikk Flokk Snjallsímaforrit sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöruna, þegar strikamerki vöru er skannað. Hark Myndræn framsetning á opinberum kortagögnum NetZero Auðveldar einstaklingum að meta kolefnisspor sitt, ásamt því að veita tækifæri kolefnisjöfnunar í takt við neyslu. Núloft Miðlar upplýsingum og spáir fyrir um loftgæði í Reykjavík Skrefinu Framar App, sem skorar á fólk og ýtir undir meðvitund um að minnka kolefnisfótspor. Nýsköpun Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Verðlaun verða afhent í nýsköpunarkeppninni Gagnaþon fyrir umhverfið klukkan 13 í dag, en keppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða veitt fyrir bestu verkefnin í þremur flokkum – fyrir bestu hugmyndina, bestu endurbættu lausnina og svo besta gagnaverkefnið. Verðlaunin veita Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, en hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan. „Vinningsteymi besta gagnaverkefnisins hlýtur 750.000 kr. í sigurlaun, besta endurbætta lausnin 450.000 kr. og vinningsteymi bestu hugmyndarinnar hlýtur 200.000 kr. Keppnin gekk út á nýskapandi hugmyndir sem nýst gætu umhverfinu. Dæmi um lausnir sem urðu til eða voru bættar í keppninni eru kolefnisreiknir sem tengdur er heimabanka, bót á matvælasóun, svifryksspá og plastumbúðir úr iðnaðarhampi annars vegar og þörungum hins vegar. Samtals skráðu hátt í 200 keppendur sig til leiks, en 17 teymi skiluðu inn gildum lausnum 19. ágúst síðastliðinn. Vegna samfélagsaðstæðna fór gagnaþonið fram stafrænt og sóttu þáttakendur því vinnusmiðjur og fengu leiðsögn frá leiðbeinendum á þann máta,“ segir í tilkynningu. Þær lausnir sem keppa um fyrstu verðlaun í hverjum flokki eru eftirfarandi: Besta hugmyndin Hemp Pack Lífplast (e. bioplastics) úr iðnaðarhampi Hjólað fyrir umhverfið Farsímaapp sem heldur utan um sparað kolefnisspor og hvetur til hjólreiða. MAREA Lífplast í stað einnota plasts með það að markmiði að ráða bót á þeirri mengun sem stafar af notkun einnota plasts á Íslandi. Towards A Better Future Miðar að því að draga úr losun mengandi efna með mismunandi hætti. Endurbætt lausn &L Hagnýtari kolefnisreiknivél Eno Hagnýtari lausn til að lesa opinber gögn í Excel GreenBytes Dregur úr matasóun veitingastaða með því að nota gervigreind og veðurstofugögn Meniga Carbon Index Kolefnisstuðull sem gerir fólki kleift að fá upplýsingar um kolefnisspor sitt, tengt sinni neyslu. Svifryksspá Tvinnar saman veðurathugunargögn og svifryksgögn til að að spá fyrir um svifryk í lofti fyrir komandi daga. Besta gagnaverkefnið Flikk Flokk Snjallsímaforrit sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöruna, þegar strikamerki vöru er skannað. Hark Myndræn framsetning á opinberum kortagögnum NetZero Auðveldar einstaklingum að meta kolefnisspor sitt, ásamt því að veita tækifæri kolefnisjöfnunar í takt við neyslu. Núloft Miðlar upplýsingum og spáir fyrir um loftgæði í Reykjavík Skrefinu Framar App, sem skorar á fólk og ýtir undir meðvitund um að minnka kolefnisfótspor.
Nýsköpun Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira