Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 16:30 Leikmenn Dunajská Streda á Keflavíkurflugvelli í gær. mynd/dac1904.sk Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00
Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19