Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 12:17 Björn Rúnar Lúðvíksson ræddi stöðu mála í hljóðveri Bylgjunnar á Suðurlandsbraut í morgun. Vísir/Gulli Helga Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira