Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 19:40 Frá Kenosha í Bandaríkjunum. AP Photo/David Goldman Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð. Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð.
Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira