Ísland sleppur við rauða listann Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:38 Fólk gengur eftir Þúsaldarbrúnni í Lundúnum á dögunum. Getty/Yui Mok Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Um er að ræða Sviss, Tékkland og Jamaíka, en Ísland er ekki á listanum eins og hugsanlegt var um tíma. Bresk yfirvöld miða við að nýgengi smita í löndunum sé 20 eða meira. Þessi tala stóð í 18,8 á Íslandi í gær. Í Sviss hefur skráðum tilfellum Covid-19 fjölgað mjög undanfarið. Í Tékklandi fjölgaði tilfellum um 25 prósent í síðustu viku og á Jamaíka fór nýgengi smita úr 4,3 á hverju 100 þúsund íbúa í 20,8 á einni viku, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News. Eitt land var svo tekið af listanum, en það er Kúba, og er fólk sem ferðast þaðan til Bretlands nú frjálst ferða sinna um leið og það kemur til landsins. Skotar og Walesverjar hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir í þessum málum, t.d. bættu Skotar Svisslendingum á sinn rauða lista í síðustu viku og Singapúrar þurfa að sæta sóttkví þegar þeir koma til Wales. Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir það hvernig þau hafa staðið að þessum málum í sumar. Ferðaskipuleggjendur og farþegar reiddust þannig mjög þegar ákveðið var að skikka alla Spánarfara í sóttkví við heimkomuna, nánast fyrirvaralaust. Ferðalangar frá Frakklandi fengu aðeins nokkurra daga fyrirvara fyrr í þessum mánuði. Nýi listinn tekur gildi frá og með næsta laugardegi en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir að ákvörðun um setja lönd á listann tekna að lokinni ítarlegri ígrundun og í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Utanríkismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Um er að ræða Sviss, Tékkland og Jamaíka, en Ísland er ekki á listanum eins og hugsanlegt var um tíma. Bresk yfirvöld miða við að nýgengi smita í löndunum sé 20 eða meira. Þessi tala stóð í 18,8 á Íslandi í gær. Í Sviss hefur skráðum tilfellum Covid-19 fjölgað mjög undanfarið. Í Tékklandi fjölgaði tilfellum um 25 prósent í síðustu viku og á Jamaíka fór nýgengi smita úr 4,3 á hverju 100 þúsund íbúa í 20,8 á einni viku, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News. Eitt land var svo tekið af listanum, en það er Kúba, og er fólk sem ferðast þaðan til Bretlands nú frjálst ferða sinna um leið og það kemur til landsins. Skotar og Walesverjar hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir í þessum málum, t.d. bættu Skotar Svisslendingum á sinn rauða lista í síðustu viku og Singapúrar þurfa að sæta sóttkví þegar þeir koma til Wales. Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir það hvernig þau hafa staðið að þessum málum í sumar. Ferðaskipuleggjendur og farþegar reiddust þannig mjög þegar ákveðið var að skikka alla Spánarfara í sóttkví við heimkomuna, nánast fyrirvaralaust. Ferðalangar frá Frakklandi fengu aðeins nokkurra daga fyrirvara fyrr í þessum mánuði. Nýi listinn tekur gildi frá og með næsta laugardegi en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir að ákvörðun um setja lönd á listann tekna að lokinni ítarlegri ígrundun og í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Utanríkismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira