„Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. ágúst 2020 10:00 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju. Vísir/Vilhelm Nesvöllur er uppáhalds golfvöllur Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra Lyfju enda búsett á Seltjarnarnesi. Sigríður Margrét segir þau hjónin vera að „miðaldra yfir“ sig sem nýliðar í golfi en í skipulagi segist Sigríður Margrét vera dugleg að forgangsraða og taka frá tíma í skilgreind verkefni. Sigríður Margrét er gestur kaffispjallsins þessa helgina en þar spyrjum við alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Eftir góðan nætursvefn þá eru morgunstundirnar mínar bestu stundir, oftast vakna ég um klukkan hálf sjö en ég á það til að vakna jafnvel klukkustund fyrr og læðast fram úr til þess að fara að vinna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ef við vöknum við vekjaraklukkuna þá færir eiginmaðurinn mér góðan kaffibolla í rúmið, en annars bjarga ég mér sjálf um kaffi, fer yfir mikilvægustu verkefni dagsins og kíki á helstu fréttir.“ Áttu þér uppáhalds golfvöll? „Við hjónin erum að miðaldra yfir okkur þessa dagana og byrjuðum að æfa golf í sumar, fórum fyrst á námskeið og svo fór sumarfríið alveg í æfingar og að prófa nýja golfvelli. Það hefur komið okkur skemmtilega á óvart hvað það eru margir frábærir golfvellir á Íslandi. Nesvöllurinn er okkar heimavöllur og hann lendir þess vegna í fyrsta sæti.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Tvennt á hug minn allan þessa dagana, heilsa og hagur bæði viðskiptavina og starfsmanna Lyfju. Við ætlum að sýna það í verki að Lyfja er meira en bara apótek, Lyfja á að vera lífstílsverslun fyrir heilbrigði. Því tengt erum við að nútímavæða apótekin okkar, umbreyta vöruvalinu og einfalda þjónustuna með stafrænum lausnum. Við bjóðum líka hjúkrunarþjónustu og sérfræðiþjónustu, erum til dæmis í samstarfi við dr. Erlu Björnsdóttur hjá Betri svefn þessa dagana en góður svefn er ein af undirstöðum heilbrigðis. Þegar kemur að hag þá hefur Lyfja hefur alltaf lagt áherslu á lágt verð samhliða miklum gæðum og nýjasta dæmið er við bjóðum andlitsgrímum af bestu gæðum fyrir almenning á besta verðinu, við buðum líka fríhafnarverð á förðunarvörum nánast í allt sumar og höldum áfram á þessari braut í haust enda rík ástæða til.“ Sigríður Margrét er ein af fáum viðmælendum í kaffispjalli sem er með góðan svefn í reglu.Vísir/Vilhelm Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mikilvægast er að fyrirtækið sé vel skipulagt, skýrt sé til hvers er ætlast, hvert við stefnum, hver ber ábyrgð á hverju og hvernig árangur er mældur. Fyrirtæki eru fólkið sem starfar hjá þeim. Ég er dugleg að forgangsraða, meðvituð um að góður rekstur skiptir máli en til lengri tíma horfi ég til strauma og stefna sem munu valda breytingum, það má segja að ég verji miklum hluta af tímanum mínum í framtíðinni. Ég tek frá tíma fyrirfram, daglega, vikulega, mánaðarlega og árlega í skilgreind verkefni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Betri svefn á hug minn allan þessa dagana, en rannsóknir sýna að margir fullorðnir Íslendingar sofa hættulega lítið. Það er gömul og þrautseig mýta að fólk sem nái árangri þurfi lítinn svefn en byggt á þeim rannsóknum sem liggja fyrir í dag þá er því einmitt öfugt farið, svefn er afar mikilvægur fyrir líkamlega og andlega heilsu. Af því að ég vakna snemma þá fer ég snemma að sofa, yfirleitt á milli klukkan tíu og ellefu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00 Fréttafíkill sem hjólar, syndir eða æfir á kvöldin og elskar Hornstrandir Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr fyrir svörum Sigríður Hallgrímsdóttir, eða Sirrý, en hún starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Alva. 25. júlí 2020 10:00 Netflix er harður húsbóndi og allir í góðum gír hjá SÁÁ Nýr formaður SÁÁ segist ekki gera ráð fyrir fleiri leiðinlegum fréttum af samtökunum á næstunni. Einar Hermannsson er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 18. júlí 2020 10:00 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Nesvöllur er uppáhalds golfvöllur Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra Lyfju enda búsett á Seltjarnarnesi. Sigríður Margrét segir þau hjónin vera að „miðaldra yfir“ sig sem nýliðar í golfi en í skipulagi segist Sigríður Margrét vera dugleg að forgangsraða og taka frá tíma í skilgreind verkefni. Sigríður Margrét er gestur kaffispjallsins þessa helgina en þar spyrjum við alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Eftir góðan nætursvefn þá eru morgunstundirnar mínar bestu stundir, oftast vakna ég um klukkan hálf sjö en ég á það til að vakna jafnvel klukkustund fyrr og læðast fram úr til þess að fara að vinna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ef við vöknum við vekjaraklukkuna þá færir eiginmaðurinn mér góðan kaffibolla í rúmið, en annars bjarga ég mér sjálf um kaffi, fer yfir mikilvægustu verkefni dagsins og kíki á helstu fréttir.“ Áttu þér uppáhalds golfvöll? „Við hjónin erum að miðaldra yfir okkur þessa dagana og byrjuðum að æfa golf í sumar, fórum fyrst á námskeið og svo fór sumarfríið alveg í æfingar og að prófa nýja golfvelli. Það hefur komið okkur skemmtilega á óvart hvað það eru margir frábærir golfvellir á Íslandi. Nesvöllurinn er okkar heimavöllur og hann lendir þess vegna í fyrsta sæti.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Tvennt á hug minn allan þessa dagana, heilsa og hagur bæði viðskiptavina og starfsmanna Lyfju. Við ætlum að sýna það í verki að Lyfja er meira en bara apótek, Lyfja á að vera lífstílsverslun fyrir heilbrigði. Því tengt erum við að nútímavæða apótekin okkar, umbreyta vöruvalinu og einfalda þjónustuna með stafrænum lausnum. Við bjóðum líka hjúkrunarþjónustu og sérfræðiþjónustu, erum til dæmis í samstarfi við dr. Erlu Björnsdóttur hjá Betri svefn þessa dagana en góður svefn er ein af undirstöðum heilbrigðis. Þegar kemur að hag þá hefur Lyfja hefur alltaf lagt áherslu á lágt verð samhliða miklum gæðum og nýjasta dæmið er við bjóðum andlitsgrímum af bestu gæðum fyrir almenning á besta verðinu, við buðum líka fríhafnarverð á förðunarvörum nánast í allt sumar og höldum áfram á þessari braut í haust enda rík ástæða til.“ Sigríður Margrét er ein af fáum viðmælendum í kaffispjalli sem er með góðan svefn í reglu.Vísir/Vilhelm Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mikilvægast er að fyrirtækið sé vel skipulagt, skýrt sé til hvers er ætlast, hvert við stefnum, hver ber ábyrgð á hverju og hvernig árangur er mældur. Fyrirtæki eru fólkið sem starfar hjá þeim. Ég er dugleg að forgangsraða, meðvituð um að góður rekstur skiptir máli en til lengri tíma horfi ég til strauma og stefna sem munu valda breytingum, það má segja að ég verji miklum hluta af tímanum mínum í framtíðinni. Ég tek frá tíma fyrirfram, daglega, vikulega, mánaðarlega og árlega í skilgreind verkefni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Betri svefn á hug minn allan þessa dagana, en rannsóknir sýna að margir fullorðnir Íslendingar sofa hættulega lítið. Það er gömul og þrautseig mýta að fólk sem nái árangri þurfi lítinn svefn en byggt á þeim rannsóknum sem liggja fyrir í dag þá er því einmitt öfugt farið, svefn er afar mikilvægur fyrir líkamlega og andlega heilsu. Af því að ég vakna snemma þá fer ég snemma að sofa, yfirleitt á milli klukkan tíu og ellefu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00 Fréttafíkill sem hjólar, syndir eða æfir á kvöldin og elskar Hornstrandir Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr fyrir svörum Sigríður Hallgrímsdóttir, eða Sirrý, en hún starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Alva. 25. júlí 2020 10:00 Netflix er harður húsbóndi og allir í góðum gír hjá SÁÁ Nýr formaður SÁÁ segist ekki gera ráð fyrir fleiri leiðinlegum fréttum af samtökunum á næstunni. Einar Hermannsson er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 18. júlí 2020 10:00 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00
Fréttafíkill sem hjólar, syndir eða æfir á kvöldin og elskar Hornstrandir Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr fyrir svörum Sigríður Hallgrímsdóttir, eða Sirrý, en hún starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Alva. 25. júlí 2020 10:00
Netflix er harður húsbóndi og allir í góðum gír hjá SÁÁ Nýr formaður SÁÁ segist ekki gera ráð fyrir fleiri leiðinlegum fréttum af samtökunum á næstunni. Einar Hermannsson er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 18. júlí 2020 10:00