Afnema breytingagjald í von um fleiri farþega Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 21:35 United Airlines ætlar að ráðast í breytingar án þess að það bitni á þjónustu við viðskiptavini. Vísir/EPA United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Áður hafði flugfélagið afnumið það tímabundið en gjaldið var tvö hundruð dollarar, sem samsvarar tæplega 28 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ákvörðunin flugfélagsins miðar að því að gefa viðskiptavinum sínum meiri sveigjanleika á óvissutímum sem nú eru um allan heim. Farþegar geti því breytt ferðaplönum sínum með stuttum fyrirvara án þess að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, enda geti aðstæður breyst hratt vegna kórónuveirufaraldursins. Breytingin mun einnig ná til þeirra miða sem hafa nú þegar verið keyptir, en yfirmaður hjá félaginu, Scott Kirby, sagði þetta vera þá ósk sem fyrirtækið heyrir oftast frá viðskiptavinum að því er fram kemur á vef Reuters. Þá mun flugfélagið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrá sig á biðlista í annað flug til sama áfangastaðar þann dag sem fyrirhugað flug þeirra er ef sæti losnar. Viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir pláss á biðlistanum, en þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Kirby segir breytingarnar ólíkar þeim ráðum sem flugfélög hafa áður gripið til á erfiðum tímum. Yfirleitt hafi breytingarnar haft neikvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, en nú séu leikreglurnar aðrar. Fréttir af flugi Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Áður hafði flugfélagið afnumið það tímabundið en gjaldið var tvö hundruð dollarar, sem samsvarar tæplega 28 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ákvörðunin flugfélagsins miðar að því að gefa viðskiptavinum sínum meiri sveigjanleika á óvissutímum sem nú eru um allan heim. Farþegar geti því breytt ferðaplönum sínum með stuttum fyrirvara án þess að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, enda geti aðstæður breyst hratt vegna kórónuveirufaraldursins. Breytingin mun einnig ná til þeirra miða sem hafa nú þegar verið keyptir, en yfirmaður hjá félaginu, Scott Kirby, sagði þetta vera þá ósk sem fyrirtækið heyrir oftast frá viðskiptavinum að því er fram kemur á vef Reuters. Þá mun flugfélagið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrá sig á biðlista í annað flug til sama áfangastaðar þann dag sem fyrirhugað flug þeirra er ef sæti losnar. Viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir pláss á biðlistanum, en þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Kirby segir breytingarnar ólíkar þeim ráðum sem flugfélög hafa áður gripið til á erfiðum tímum. Yfirleitt hafi breytingarnar haft neikvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, en nú séu leikreglurnar aðrar.
Fréttir af flugi Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33