Vilt þú fjárfesta í vopnasölu og mansali? Alma Hafsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:30 Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvernig forsvarsmenn góðagerðasamtaka og háskóla réttlæti fyrir sér að starfsemin græði á spilakössum. Hvaða málefni telja þeir svo mikilvægt að engar aðrar leiðir séu færar og hvaða neyð er svo stór að rekstur spilakassa sé siðferðislega réttlætanleg? Lengi hefur verið vitað að eina fólkið sem spilar í þessum spilakössum eru spilafíklar sem misst hafa tökin og eru ekki að leggja góðgerðamálum lið af fúsum og frjálsum vilja, heldur eru þetta fíklar sem í raun eru að berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Þeir vilja ekki vera þarna í margar klukkustundir á dag og mata spilakassana með öllu sínu lífsviðurværi. Hvað fær formenn og forstjóra þessara góðgerðamála til að birtast opinberlega og réttlæta þessa fjáröflun? Af hverju þurfa forsvarsmenn þessara stofnana yfir höfuð að réttlæta spilakassarekstur sinn? Ef skaðinn er enginn? Af hverju mæta formenn þessara góðgerðasamtaka ekki með rannsóknir og kannanir uppi í erminni sem sýna fram á jákvæðar, heilsufarslega og samfélagslega bætandi áhrif þess að spila í spilakössum þeirra öllum stundum fyrir allt sem einstaklingurinn á? Er ekki líka stórundarlegt að góðagerðasamtök, björgunarsveit og meðferðarstofnun séu með almannatengil í vinnu við að skrifa fréttir og svara fyrir slíka fjáröflun? Getum við ekki gert þá kröfu að góðgerðasamtök og háskóli stundi eingöngu fjáröflun sem ekki þarf réttlætingar við, sem er ekki í besta falli siðferðislega vafasöm? En gleymum því ekki að ábyrgðin liggur ekki einvörðungu hjá formönnum þessara samtaka heldur stjórna þeirra. Að sitja í stjórn Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ er ekki bera eitthvað kúl sem lítur vel út á ferilskrá, heldur er ábyrgðin gríðarlega mikil, sér í lagi þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti fjármuna skuli aflað. Nú má vel vera að innan stjórna þessarra samtaka sitji fólk sem vill ekki afla fjár með spilakössum en það er bara ekki nóg að vilja eða hugsa – það þarf að framkvæma. Með því að framkvæma ekki er þetta fólk að taka afstöðu með græðgi,siðleysi og ábyrgðarleysi. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja góðgerðasamtökin eru einnig að taka afstöðu. Við heyrum reglulega að fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Innan fjárfestingastefnu lífeyrissjóða okkar gildir til dæmis sú regla að ekki skuli fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða eða selja vopn. Af hverju? Vegna þess að það er siðferðislega rangt. Við sem samfélag státum af friði og því að hér er enginn her. Fæst okkar væru til í að samþykkja slíka fjárfestingu, jafnvel þó hún skilaði okkur betri ávöxtun. Það sama ætti að gilda um starfsemi sem bókstaflega rústar lífi fólks og heilu fjölskyldnanna. Og hvað þá fyrir góðgerðasamtök, sem eftir orðanna hljóðan ættu aðeins að státa af góðum gjörðum. Ýmsir, þar á meðal forsvarsmenn umræddra góðgerðasamtaka, beita iðulega fyrir sér þeim rökum að einhvers staðar frá þurfi peningarnir að koma. Hvers konar réttlæting er það? Ef þau rök eru tekin gild má réttlæta hvaða tegund fjáröflunar sem er. Værir þú tilbúinn að styrkja samtök sem öfluðu fjár með mansali, vopnasölu eða vændi? Af því einhvers staðar frá verða peningarnir að koma! Við svona spurningu myndu þeir sem beita fyrir sig ofangreindum rökum gjarnan segja: “Já en, þetta er löglegt. Mansal, vopnasala og vændi eru það ekki”. Þá vil ég minna á að það sama gilti um fjárhættuspil þegar meint leyfi fyrir spilakössum var veitt Rauða krossinum, Landsbjörg, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands. Það er í raun enn svo, sbr. 183 gr. hegningalaga sem leggur blátt bann við fjárhættuspilum og veðmálum. Leyfi sem góðagerðasamtökum þessum var veitt með lögum árið 1994 er fyrir rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla, ekki þeirri fjárhættuspilastarfsemi sem spilakassar eru. Þar og í umfjöllun um frumvarpið er lýst fjáröflun sem á lítið skylt við spilakassana sem starfræktir eru í dag Þú kannt að spyrja: “Hvað eru þá söfnunarkassar og happdrættisvélar?” Það er von þú spyrjir. Hingað til hefur enginn getað svarað þeirri spurningu. Peningum fylgir ábyrgð og þegar almenningur í landinu leggur til peninga til góðgerðamála hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé verið að svipta fólk lífsgæðum, jafnvel lífinu sjálfu og að slík samtök séu ekki að skapa slíka eymd og skaða og sýnt hefur verið fram á að spilakassar eru valdir að. Ert þú eða fyrirtæki sem þú ert í forsvari fyrir að styðja við slík góðgerðasamtök? Eða vilt þú gera þá sjálfsögðu kröfu að góðgerðasamtökin sem þú styrkir standi undir nafni og stundi aðeins góðar gjörðir? Höfundur starfar sem fíkni og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvernig forsvarsmenn góðagerðasamtaka og háskóla réttlæti fyrir sér að starfsemin græði á spilakössum. Hvaða málefni telja þeir svo mikilvægt að engar aðrar leiðir séu færar og hvaða neyð er svo stór að rekstur spilakassa sé siðferðislega réttlætanleg? Lengi hefur verið vitað að eina fólkið sem spilar í þessum spilakössum eru spilafíklar sem misst hafa tökin og eru ekki að leggja góðgerðamálum lið af fúsum og frjálsum vilja, heldur eru þetta fíklar sem í raun eru að berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Þeir vilja ekki vera þarna í margar klukkustundir á dag og mata spilakassana með öllu sínu lífsviðurværi. Hvað fær formenn og forstjóra þessara góðgerðamála til að birtast opinberlega og réttlæta þessa fjáröflun? Af hverju þurfa forsvarsmenn þessara stofnana yfir höfuð að réttlæta spilakassarekstur sinn? Ef skaðinn er enginn? Af hverju mæta formenn þessara góðgerðasamtaka ekki með rannsóknir og kannanir uppi í erminni sem sýna fram á jákvæðar, heilsufarslega og samfélagslega bætandi áhrif þess að spila í spilakössum þeirra öllum stundum fyrir allt sem einstaklingurinn á? Er ekki líka stórundarlegt að góðagerðasamtök, björgunarsveit og meðferðarstofnun séu með almannatengil í vinnu við að skrifa fréttir og svara fyrir slíka fjáröflun? Getum við ekki gert þá kröfu að góðgerðasamtök og háskóli stundi eingöngu fjáröflun sem ekki þarf réttlætingar við, sem er ekki í besta falli siðferðislega vafasöm? En gleymum því ekki að ábyrgðin liggur ekki einvörðungu hjá formönnum þessara samtaka heldur stjórna þeirra. Að sitja í stjórn Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ er ekki bera eitthvað kúl sem lítur vel út á ferilskrá, heldur er ábyrgðin gríðarlega mikil, sér í lagi þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti fjármuna skuli aflað. Nú má vel vera að innan stjórna þessarra samtaka sitji fólk sem vill ekki afla fjár með spilakössum en það er bara ekki nóg að vilja eða hugsa – það þarf að framkvæma. Með því að framkvæma ekki er þetta fólk að taka afstöðu með græðgi,siðleysi og ábyrgðarleysi. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja góðgerðasamtökin eru einnig að taka afstöðu. Við heyrum reglulega að fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Innan fjárfestingastefnu lífeyrissjóða okkar gildir til dæmis sú regla að ekki skuli fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða eða selja vopn. Af hverju? Vegna þess að það er siðferðislega rangt. Við sem samfélag státum af friði og því að hér er enginn her. Fæst okkar væru til í að samþykkja slíka fjárfestingu, jafnvel þó hún skilaði okkur betri ávöxtun. Það sama ætti að gilda um starfsemi sem bókstaflega rústar lífi fólks og heilu fjölskyldnanna. Og hvað þá fyrir góðgerðasamtök, sem eftir orðanna hljóðan ættu aðeins að státa af góðum gjörðum. Ýmsir, þar á meðal forsvarsmenn umræddra góðgerðasamtaka, beita iðulega fyrir sér þeim rökum að einhvers staðar frá þurfi peningarnir að koma. Hvers konar réttlæting er það? Ef þau rök eru tekin gild má réttlæta hvaða tegund fjáröflunar sem er. Værir þú tilbúinn að styrkja samtök sem öfluðu fjár með mansali, vopnasölu eða vændi? Af því einhvers staðar frá verða peningarnir að koma! Við svona spurningu myndu þeir sem beita fyrir sig ofangreindum rökum gjarnan segja: “Já en, þetta er löglegt. Mansal, vopnasala og vændi eru það ekki”. Þá vil ég minna á að það sama gilti um fjárhættuspil þegar meint leyfi fyrir spilakössum var veitt Rauða krossinum, Landsbjörg, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands. Það er í raun enn svo, sbr. 183 gr. hegningalaga sem leggur blátt bann við fjárhættuspilum og veðmálum. Leyfi sem góðagerðasamtökum þessum var veitt með lögum árið 1994 er fyrir rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla, ekki þeirri fjárhættuspilastarfsemi sem spilakassar eru. Þar og í umfjöllun um frumvarpið er lýst fjáröflun sem á lítið skylt við spilakassana sem starfræktir eru í dag Þú kannt að spyrja: “Hvað eru þá söfnunarkassar og happdrættisvélar?” Það er von þú spyrjir. Hingað til hefur enginn getað svarað þeirri spurningu. Peningum fylgir ábyrgð og þegar almenningur í landinu leggur til peninga til góðgerðamála hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé verið að svipta fólk lífsgæðum, jafnvel lífinu sjálfu og að slík samtök séu ekki að skapa slíka eymd og skaða og sýnt hefur verið fram á að spilakassar eru valdir að. Ert þú eða fyrirtæki sem þú ert í forsvari fyrir að styðja við slík góðgerðasamtök? Eða vilt þú gera þá sjálfsögðu kröfu að góðgerðasamtökin sem þú styrkir standi undir nafni og stundi aðeins góðar gjörðir? Höfundur starfar sem fíkni og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun