Ögrandi, róttæk og skrefi á undan Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 1. september 2020 08:00 Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn. Við Ungir jafnaðarmenn höfum átt okkar björtustu stundir þegar við höfum beitt okkur sem siðferðislegum áttavita í þessari vegferð, veitt flokknum okkar aðhald og hugmyndafræðilega leiðsögn í stórum málaflokkum sem smáum. Þetta er það hlutverk UJ sem ég tel að trúverðugleiki okkar byggist á. Og þannig ýtum við líka undir trúverðugleika flokksins. Hlutverk forseta UJ er að tryggja að þeirri miklu hugmyndadeiglu sem á sér stað innan hreyfingarinnar sé komið á framfæri. Hann er jafnframt í aðstöðu til að halda að fulltrúum Samfylkingarinnar, hjá ríki og sveitarfélögum, baráttumálum og sjónarmiðum UJ. Einnig málum sem of oft fá að falla í gleymsku í amstri dagsins: baráttuna gegn hversdagslegri spillingu og óeðlilegri meðferð valds. Þetta getur ungliðahreyfing – umfram aðra – gert. Það er þetta hlutverk sem forseti hreyfingarinnar þarf að vera óhræddur við að sinna af krafti og það er einmitt það sem ég býð mig fram til að gera fyrir hönd okkar frábæru hreyfingar. Enda hef ég aldrei verið hræddur við að taka slaginn, hvorki innan flokks né utan. Á mínum fyrsta landsfundi hjá Samfylkingunni tókum við og unnum hugmyndafræðilegan slag við forystu flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju, afglæpavæðingu fíkniefna, “húsnæði fyrst” fyrir heimilislaust fólk og bann við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þá skrifuðu fjölmiðlar að Samfylkingin væri komin á „jaðar íslenskra stjórnmála“. Í dag er stefnan um húsnæði fyrst komin í framkvæmd hjá Reykjavíkurborg og hin málin orðin svo gott sem sjálfsögð í stjórnmálaumræðunni. Það er þessi hreyfing sem ég vil veita forystu: hreyfing sem þorir að vera ögrandi, róttæk og skrefi á undan. Auðvitað eru líka önnur, mikilvæg verkefni framundan: að skipuleggja kosningabaráttu, bjóða nýtt fólk velkomið í hreyfinguna og skapa umræðuvettvang fyrir þau. Um þetta geta Ungir jafnaðarmenn sannarlega sameinast og unnið að. En þessi kosning – kosning til forseta – snýst um það hver getur best stutt við hreyfingu jafnaðarfólks eftir þeim góðu leiðarljósum sem Ungir jafnaðarmenn þekkja og standa fyrir. Ekki er vanþörf á eftir þrjár íhaldsstjórnir í röð. Landsþing Ungra jafnaðarmanna fer fram næstkomandi laugardag. Þátttöku- og kosningarétt eiga allir félagar í Samfylkingunni á aldrinum 16-35 ára. Skráningu á þingið má nálgast hér. Höfundur er frambjóðandi til forseta Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn. Við Ungir jafnaðarmenn höfum átt okkar björtustu stundir þegar við höfum beitt okkur sem siðferðislegum áttavita í þessari vegferð, veitt flokknum okkar aðhald og hugmyndafræðilega leiðsögn í stórum málaflokkum sem smáum. Þetta er það hlutverk UJ sem ég tel að trúverðugleiki okkar byggist á. Og þannig ýtum við líka undir trúverðugleika flokksins. Hlutverk forseta UJ er að tryggja að þeirri miklu hugmyndadeiglu sem á sér stað innan hreyfingarinnar sé komið á framfæri. Hann er jafnframt í aðstöðu til að halda að fulltrúum Samfylkingarinnar, hjá ríki og sveitarfélögum, baráttumálum og sjónarmiðum UJ. Einnig málum sem of oft fá að falla í gleymsku í amstri dagsins: baráttuna gegn hversdagslegri spillingu og óeðlilegri meðferð valds. Þetta getur ungliðahreyfing – umfram aðra – gert. Það er þetta hlutverk sem forseti hreyfingarinnar þarf að vera óhræddur við að sinna af krafti og það er einmitt það sem ég býð mig fram til að gera fyrir hönd okkar frábæru hreyfingar. Enda hef ég aldrei verið hræddur við að taka slaginn, hvorki innan flokks né utan. Á mínum fyrsta landsfundi hjá Samfylkingunni tókum við og unnum hugmyndafræðilegan slag við forystu flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju, afglæpavæðingu fíkniefna, “húsnæði fyrst” fyrir heimilislaust fólk og bann við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þá skrifuðu fjölmiðlar að Samfylkingin væri komin á „jaðar íslenskra stjórnmála“. Í dag er stefnan um húsnæði fyrst komin í framkvæmd hjá Reykjavíkurborg og hin málin orðin svo gott sem sjálfsögð í stjórnmálaumræðunni. Það er þessi hreyfing sem ég vil veita forystu: hreyfing sem þorir að vera ögrandi, róttæk og skrefi á undan. Auðvitað eru líka önnur, mikilvæg verkefni framundan: að skipuleggja kosningabaráttu, bjóða nýtt fólk velkomið í hreyfinguna og skapa umræðuvettvang fyrir þau. Um þetta geta Ungir jafnaðarmenn sannarlega sameinast og unnið að. En þessi kosning – kosning til forseta – snýst um það hver getur best stutt við hreyfingu jafnaðarfólks eftir þeim góðu leiðarljósum sem Ungir jafnaðarmenn þekkja og standa fyrir. Ekki er vanþörf á eftir þrjár íhaldsstjórnir í röð. Landsþing Ungra jafnaðarmanna fer fram næstkomandi laugardag. Þátttöku- og kosningarétt eiga allir félagar í Samfylkingunni á aldrinum 16-35 ára. Skráningu á þingið má nálgast hér. Höfundur er frambjóðandi til forseta Ungra jafnaðarmanna.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun