Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 10:29 Heildarframboð Icelandair minnkaði um 96% á milli ára. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. Þá telur eftirlitið mikilvægt að tryggt sé að ríkisaðstoðin vinni ekki gegn nýrri samkeppni á íslenskum flugmarkaði og skoða þurfi hvort að kljúfa eigi starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilja hana fjárhagslega. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til fjáraukalaga 2020 sem snýr að ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group. Þar kemur fram að í ljósi þess að Eftirlitsstofnun Evrópu hafi samþykkt ríkisaðstoðina með ákveðnum fyrirmælum. Því sé ekki ágreiningur um að hún sé í samræmi við gildandi reglur ríkisaðstoð á evrópska efnahagssvæðinu. Enn á ábyrgð stjórnvalda að draga úr skaðlegum áhrifum Samkeppniseftirlitið bendir hins vegar á að samþykki ESA leysi „íslensk stjórnvöld hins vegar ekki undan þeirri ábyrgð að draga úr skaðlegum áhrifum viðkomandi ríkisaðstoðar og tryggja virka samkeppni í flugi til og frá landinu, flugtengdri þjónustu og á öðrum þeim sviðum ferðaþjónustu þar sem Icelandair starfar.“ Virk samkeppnu í flugi til og frá landinu sé ein forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi, sem og efnahagslegrar velsældar og samkeppnishfæni landsins. Þá er bent á að það að Icelandair búi við virkt samkeppnislegt aðhald til framtíðar sé jafnframt ein meginforsenda þess að áformuð ríkisaðstoð nái tilgangi sínum. Geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja Bendir Samkeppniseftirlitið á að Icelandair Group starfi á ýmsum mörkuðum sem varði flugtengdar rekstur og ferðaþjónustu. Það reki hótel, ferðaskrifstofu, bæði fyrir alferðir til útlanda sem og fyrir afþreyingu til erlendra ferðamanna, fraktflug til og frá Íslandi, innanlandsflug og flugafgreiðslu, auk flugfélagsins Icelandair. Á þessum sviðum starfi fjölmörg fyrirtæki og bendir Samkeppniseftirlitið á að ríkisábyrgð til handa Icelandair geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja á fjölbreyttum sviðum flugs, flugtengdrar starfsemi og ferðaþjónustu. Með hliðsjón af þessu og öðru sem rakið er í umsögn eftirlitsins segir að það telji „mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð til handa Icelandair afmarkist við flugrekstur félagsins, n.t.t. áætlunarflug til og frá landinu.“ Bendir Samkeppniseftirlitið einnig á að auki þurfi eftirfarandi atriði að koma til nánari athugunar stjórnvalda: „Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“ Umsögn Samkeppniseftirlitsins má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál Alþingi Tengdar fréttir Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. Þá telur eftirlitið mikilvægt að tryggt sé að ríkisaðstoðin vinni ekki gegn nýrri samkeppni á íslenskum flugmarkaði og skoða þurfi hvort að kljúfa eigi starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilja hana fjárhagslega. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til fjáraukalaga 2020 sem snýr að ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group. Þar kemur fram að í ljósi þess að Eftirlitsstofnun Evrópu hafi samþykkt ríkisaðstoðina með ákveðnum fyrirmælum. Því sé ekki ágreiningur um að hún sé í samræmi við gildandi reglur ríkisaðstoð á evrópska efnahagssvæðinu. Enn á ábyrgð stjórnvalda að draga úr skaðlegum áhrifum Samkeppniseftirlitið bendir hins vegar á að samþykki ESA leysi „íslensk stjórnvöld hins vegar ekki undan þeirri ábyrgð að draga úr skaðlegum áhrifum viðkomandi ríkisaðstoðar og tryggja virka samkeppni í flugi til og frá landinu, flugtengdri þjónustu og á öðrum þeim sviðum ferðaþjónustu þar sem Icelandair starfar.“ Virk samkeppnu í flugi til og frá landinu sé ein forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi, sem og efnahagslegrar velsældar og samkeppnishfæni landsins. Þá er bent á að það að Icelandair búi við virkt samkeppnislegt aðhald til framtíðar sé jafnframt ein meginforsenda þess að áformuð ríkisaðstoð nái tilgangi sínum. Geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja Bendir Samkeppniseftirlitið á að Icelandair Group starfi á ýmsum mörkuðum sem varði flugtengdar rekstur og ferðaþjónustu. Það reki hótel, ferðaskrifstofu, bæði fyrir alferðir til útlanda sem og fyrir afþreyingu til erlendra ferðamanna, fraktflug til og frá Íslandi, innanlandsflug og flugafgreiðslu, auk flugfélagsins Icelandair. Á þessum sviðum starfi fjölmörg fyrirtæki og bendir Samkeppniseftirlitið á að ríkisábyrgð til handa Icelandair geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja á fjölbreyttum sviðum flugs, flugtengdrar starfsemi og ferðaþjónustu. Með hliðsjón af þessu og öðru sem rakið er í umsögn eftirlitsins segir að það telji „mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð til handa Icelandair afmarkist við flugrekstur félagsins, n.t.t. áætlunarflug til og frá landinu.“ Bendir Samkeppniseftirlitið einnig á að auki þurfi eftirfarandi atriði að koma til nánari athugunar stjórnvalda: „Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“ Umsögn Samkeppniseftirlitsins má lesa í heild sinni hér.
„Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál Alþingi Tengdar fréttir Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42