Vilja að þingmenn upplýsi um vildarpunktastöðu sína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 15:14 Þétt setinn salur Alþingis. Þessa dagana er betur dreift úr þingmönnum til að halda uppi fjarlægðartakmörkunum. Vísir/Vilhelm Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins, þar á meðal vildarpunktastöðu þeirra hjá flugfélaginu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpi fjármálaráðherra um fjáraukalög 2020, sem nær til hinnar fyrirhuguðu ríkisábyrgð. Samtökin berjast að sögn formannsins fyrir skattalækkunum og betri meðferðar á skattfé. Samtökin voru ekki á meðal þeirra félaga eða stofnana sem fengu umsagnarbeiðni vegna frumvarpsins, en hver sem getur sent inn umsagnir um þingmál. Lítil flugumferð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að um 500-1000 manns færu um flugvöllinn á degi hverjum þessa dagana.Vísir/Vilhelm Í umsögninni kemur fram að samtökin leggist alfarið gegn því að íslenska ríkið ábyrgist umrædda lánalínu, engan veginn sé búið að skoða með hvaða öðrum, og mögulega ódýrari hætti, sé hægt tryggja flugsamgöngur til og frá Íslandi, muni hinn frjálsi markaður ekki sjá um slíkt, líkt og það er orðað í umsögninni. Þar kemur einnig fram að ekki sé verið að gera lítið úr mikilvægi Icelandair fyrir íslenska ferðaþjónustu, en að ekki sé þörf á því að flýta för hvað varðar ríkisábyrgð. „Þá gera Samtök skattgreiðenda þá kröfu til þingmanna að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar persónulega hagsmuni af því að verja Icelandair falli,“ segir orðrétt í umsöginni. Er þess óskað að þingmenn upplýsti hvort að þeir, makar þeirra eða aðrir nákomnir eigi einhverja hagsmuni að gæta að verja Icelandair falli vegna fríðina sem þeir kunni að njóta hjá félaginu. Því óska samtökin eftir því að hver þingmaður upplýsi um hver sé staða þeirra í vildar- og ferðapunktum, hvort viðkomandi sé silfur- eða gullkortshafi í Vildarklúbbi Icelandair og hvort viðkomandi sé handhafi hlutafjár í Icelandair. Vilja samtökin að þessar upplýsingar liggi fyrir áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið, en Alþingi þarf að samþykkja að veita Icelandair Group ríkisábyrgð. Þannig megi koma í veg fyrir „eftiráspeki og gagnrýni“ í þeim efnum. Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins, þar á meðal vildarpunktastöðu þeirra hjá flugfélaginu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpi fjármálaráðherra um fjáraukalög 2020, sem nær til hinnar fyrirhuguðu ríkisábyrgð. Samtökin berjast að sögn formannsins fyrir skattalækkunum og betri meðferðar á skattfé. Samtökin voru ekki á meðal þeirra félaga eða stofnana sem fengu umsagnarbeiðni vegna frumvarpsins, en hver sem getur sent inn umsagnir um þingmál. Lítil flugumferð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að um 500-1000 manns færu um flugvöllinn á degi hverjum þessa dagana.Vísir/Vilhelm Í umsögninni kemur fram að samtökin leggist alfarið gegn því að íslenska ríkið ábyrgist umrædda lánalínu, engan veginn sé búið að skoða með hvaða öðrum, og mögulega ódýrari hætti, sé hægt tryggja flugsamgöngur til og frá Íslandi, muni hinn frjálsi markaður ekki sjá um slíkt, líkt og það er orðað í umsögninni. Þar kemur einnig fram að ekki sé verið að gera lítið úr mikilvægi Icelandair fyrir íslenska ferðaþjónustu, en að ekki sé þörf á því að flýta för hvað varðar ríkisábyrgð. „Þá gera Samtök skattgreiðenda þá kröfu til þingmanna að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar persónulega hagsmuni af því að verja Icelandair falli,“ segir orðrétt í umsöginni. Er þess óskað að þingmenn upplýsti hvort að þeir, makar þeirra eða aðrir nákomnir eigi einhverja hagsmuni að gæta að verja Icelandair falli vegna fríðina sem þeir kunni að njóta hjá félaginu. Því óska samtökin eftir því að hver þingmaður upplýsi um hver sé staða þeirra í vildar- og ferðapunktum, hvort viðkomandi sé silfur- eða gullkortshafi í Vildarklúbbi Icelandair og hvort viðkomandi sé handhafi hlutafjár í Icelandair. Vilja samtökin að þessar upplýsingar liggi fyrir áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið, en Alþingi þarf að samþykkja að veita Icelandair Group ríkisábyrgð. Þannig megi koma í veg fyrir „eftiráspeki og gagnrýni“ í þeim efnum.
Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14